<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Hér er hreinlega allt að gerast!!!!! 

Ég get svarið það... ég held að mpqqsan hérna við hliðin á mér sé gengin út! Þó ég vilji ekki bendla skort hennar af 'innilegheitum' við einstakling af gagnstæðu kyni (eða sama kyni for that matter) við skapstyggð hennar þá vona ég innilega að þetta verði til þess að hún fari nú að átta sig á því að hún býr í fjölbýli og hreinlega ekki hægt að ætlast til þess að það ríki jafn mikill friður í því umhverfi eins og að búa í einbýlishúsi uppí sveit í órafjarlægð frá næstu byggð. Sökudólgurinn virðist hins vegar vera af gagnstæðu kyni (hennar) og kann ekki með nokkru móti að láta bílinn sinn passa innan hvítu línanna sem eru hérna fyrir neðan á götunni... En honum verður fyrirgefið allar syndir og fær plús í kladdann hjá Guði ef hann tollir með henni og nær að gera hana að betri mannsveskju. Nóg um það.

Það stendur til að flytja okkur skötuhjúin á milli húsa hér, í stærri íbúð og þar af leiðandi mun 'fjölskylduvænni'. Það kemur reyndar betur í ljós á morgun en áætlaður flutningstími er einhvern tíman á næstu þremur vikum! Þannig að það er allt að gerast! Maður grætur það ekki að fá auka 20 fermetra til þess að þrífa!

Ritgerðin er næstum því klár. Ég er með hana til seinustu yfirferðar og skila henni af mér á morgun. Þá ætti einkunn að liggja fyrir á næstu dögum... vonandi fyrir helgi. Ég ætla að pressa svolítið á Guðnýju að gefa mér a.m.k. hugmynd að einkunn og mun ég þá fagna eins og meiníjakk um helgina ef ég er í raun útskrifaður úr uppeldisfræðinni með BA-gráðu.

Rannsóknarverkefni mitt á Mastersstiginu er að skýrast því það er ekki seinna vænna að byrja á því núna þó svo að ég skila því ekki inn fyrr en eftir eitt og hálft ár.

Ég, Villi og Tobbi (nýr meðlimur) í Nó-Pí munum spila á Mörkinni á föstudaginn og hafa stífar æfingar staðið yfir. Lokarennsli okkar er í kvöld þó svo að við tökum kannski létta upphitun á föstudagskvöldið en við spilum ekki fyrr en 12. Við spilum í 3 tíma eða frá 00-03 og það má búast við alveg geggjaðri stemmningu á Café Mörk uppá Akranesi.

Hljónst Tónlistarklúbbs Norðuráls heldur svo uppi stemmara á Þorrablóti D-vaktar á laugardagskvöldið næstkomandi. Ég á reyndar eftir að bera tillögu að nafni við alla hljómsveitarmeðlimi en mér datt í hug: The Álvers-brothers band með skírskotun í suðurríkja-blús-band Allman bræðranna. Það verður gaman að sjá hvort að þessi hljómsveit verður nafnleysa fram í hið óendanlega. Einnig verður gaman að sjá hvort að Hlynur söngvari verður með okkur en ef hann verður ekki með okkur þá lendir það alfarið á mér að vera í front með gítar og vókals. Það er nú kannski ekki alveg alslæmt en ég lít ekki á mig sem aðalsöngvara þessarar hljómsveitar. Hlynur, beibí, koddu og syngdu með okkur.

Ég læt ykkur betur vita hvernig þetta allt fer. Ég mun að sjálfsögðu láta ykkur vita á morgun þegar ég er búinn að skila ritgerðinni minni: Sameiginleg forsjá og reynsla feðra af sameiginlegri umsjá og þegar ég er kominn með nánari upplýsingar um íbúðarmálin.

Lifið heil og sé ykkur á föstudaginn á Mörkinni!!! (skoða blogg Nó-Pí)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?