mánudagur, febrúar 06, 2006
Þáttaskil/Lokaskil
Jæja... klukkan er að nálgast óðfluga 5 á mánudagsmorgni. Ég er búinn að sitja sæmilega sveittur yfir ritgerðinni í nótt til þess að fara yfir stafsetningu og málfar. Ég er náttúrulega ekki fullkominn... en ritgerðin er það :þ hvað varðar stafsetningu og málfar að minnsta kosti. Svo verður restin bara að koma í ljós. Ég er búinn að gera minniháttar breytingar á ritgerðinni frá því fyrir helgi og nú er bara að krossa fingurna og vona að ég fái einkunn á næstunni. Ég ætla að trítla með usb-minnislykilinn minn út í Háskólafjölritun klukkan 9 og panta mér 3 eintök af ritgerðinni. Guðný Guðbjörnsdóttir leiðbeinandi minn fær eitt eintak, Þjóðarbókhlaðan eitt og einu ætla ég að halda eftir handa sjálfum mér.
Annars var helgin MJÖG skemmtileg en erfið. Helgin byrjaði á föstudag með því að fylla bílinn af gíturum, gítardóti og fötum til skiptana. Við vorum rétt búnir að stilla upp áður en við byrjuðum að spila. Við erum semsagt tríóið Nó-Pí; Óli Atla (ég) á gítar/söngur, Villi Magg á djembe/söngur og Tobbi á bassa. Villi var veikur á föstudaginn og söng því ekki með mér að þessu sinni en að staðaldri raddar hann í nær flestum lögum. Tobbi gerði dúettinn að tríói sem að mínu mati er alveg frábær viðbót. Við spiluðum í 3 tíma fyrir fullu húsi á Café Mörk og dansgólfið var fullt rúmlega seinasta klukkutímann með tilheyrandi 'dans-á-nótnastandinn', 'míkrafónn-í-tennurnar' og 'strákar-þið-eruð-æðislegir, getið-þið-spilað-blús?' stemningu. Þetta var mjög gaman og það var gaman að heyra að eldra fólkið sem var þarna (50+) fannst þetta einmitt vera eitthvað sem þurfti. Við erum náttúrulega að spila mikið gamalt rokk og ról sem að flestir hverjir (sem hafa aldur til að sækja pöbb) hafa heyrt áður. Sveittir og þreyttir vorum við búnir að róta um 4 leytið og þá var stokkið út í næstu sjoppu til að fá sér hammara með ananas! Mmmmmmm!!!
Laugardagurinn byrjaði svo að fullri alvöru um þrjú leytið þegar hljómsveit Tónlistarklúbbs Norðuráls: 'Vaktin' byrjaði að róta fyrir giggið um kvöldið. Sviðið uppí Miðgarði er svo skemmtilegt að það er með svona ramma sem étur upp allt sánd af sviðinu þannig að það bitnaði svolítið á okkur að vera ekki með nægilegt mónítor sánd uppá sviðinu... en fokkitt... það komst allt til skila. Við spiluðum ekki mjög lengi og var ég bara guðslifandifeginnaðkomastloksinsuppírúm. Við kærustuparið vorum komin uppí rúm um 3 og næstum því í seinasta lagi af því að við fórum í skírn í gær þar sem Ingþór Jón fékk lögformlegt invi'tasjón í kristið samfélag. Svabbi og Þórey, stoltir foreldrar, voru með flotta veislu sem við stoppuðum í í stutta stund til þess að bera litla kút augum og samgleðjast þeim með nafngiftina.
Helginni lauk svo með pítsusukki, kjúklingavængjum og kóki (bara til að toppa allt), smá vídejóglápi og ritgerðarvinnslu. Ég vill sérstaklega taka það fram að The Dukes of Hazzard kom mér þægilega á óvart og ég held að ég hafi bara ekki hlegið svona mikið af einni kvikmynd í langan tíma! En ég hef náttúrulega kannski ekki mikið verið að horfa á þannig tegund af kvikmyndum upp á síðkastið... The Hostel, The Island, The Cronicles of Narnia... Gaman samt að horfa á þessa vitleysu. Ég mæli alveg með henni.
En beibís... ég ætla að loka öðru auganum í nokkra tíma og sofa svefni hinna réttlátu þegar ég er búinn að skila ritgerðinni. Svo þarf maður bara að fara pakka bráðum :) Kvíður samt fyrir því að fara í svona stórt rými :/ af því að geymslan sem við fáum er í kjallaranum. Allur geymslumaturinn minn er svo ómissandi... spurning um að hafa bara drasl-/geymsluhorn í stofunni? :þ HAHAHA... neinei, ég púlla bara 'Allt-í-drasli' á þetta og hendi þessu sem er orðið gamalt. Ef ég get...
Lag dagsins í dag er I got you (I feel good) með meistara James Brown.
Annars var helgin MJÖG skemmtileg en erfið. Helgin byrjaði á föstudag með því að fylla bílinn af gíturum, gítardóti og fötum til skiptana. Við vorum rétt búnir að stilla upp áður en við byrjuðum að spila. Við erum semsagt tríóið Nó-Pí; Óli Atla (ég) á gítar/söngur, Villi Magg á djembe/söngur og Tobbi á bassa. Villi var veikur á föstudaginn og söng því ekki með mér að þessu sinni en að staðaldri raddar hann í nær flestum lögum. Tobbi gerði dúettinn að tríói sem að mínu mati er alveg frábær viðbót. Við spiluðum í 3 tíma fyrir fullu húsi á Café Mörk og dansgólfið var fullt rúmlega seinasta klukkutímann með tilheyrandi 'dans-á-nótnastandinn', 'míkrafónn-í-tennurnar' og 'strákar-þið-eruð-æðislegir, getið-þið-spilað-blús?' stemningu. Þetta var mjög gaman og það var gaman að heyra að eldra fólkið sem var þarna (50+) fannst þetta einmitt vera eitthvað sem þurfti. Við erum náttúrulega að spila mikið gamalt rokk og ról sem að flestir hverjir (sem hafa aldur til að sækja pöbb) hafa heyrt áður. Sveittir og þreyttir vorum við búnir að róta um 4 leytið og þá var stokkið út í næstu sjoppu til að fá sér hammara með ananas! Mmmmmmm!!!
Laugardagurinn byrjaði svo að fullri alvöru um þrjú leytið þegar hljómsveit Tónlistarklúbbs Norðuráls: 'Vaktin' byrjaði að róta fyrir giggið um kvöldið. Sviðið uppí Miðgarði er svo skemmtilegt að það er með svona ramma sem étur upp allt sánd af sviðinu þannig að það bitnaði svolítið á okkur að vera ekki með nægilegt mónítor sánd uppá sviðinu... en fokkitt... það komst allt til skila. Við spiluðum ekki mjög lengi og var ég bara guðslifandifeginnaðkomastloksinsuppírúm. Við kærustuparið vorum komin uppí rúm um 3 og næstum því í seinasta lagi af því að við fórum í skírn í gær þar sem Ingþór Jón fékk lögformlegt invi'tasjón í kristið samfélag. Svabbi og Þórey, stoltir foreldrar, voru með flotta veislu sem við stoppuðum í í stutta stund til þess að bera litla kút augum og samgleðjast þeim með nafngiftina.
Helginni lauk svo með pítsusukki, kjúklingavængjum og kóki (bara til að toppa allt), smá vídejóglápi og ritgerðarvinnslu. Ég vill sérstaklega taka það fram að The Dukes of Hazzard kom mér þægilega á óvart og ég held að ég hafi bara ekki hlegið svona mikið af einni kvikmynd í langan tíma! En ég hef náttúrulega kannski ekki mikið verið að horfa á þannig tegund af kvikmyndum upp á síðkastið... The Hostel, The Island, The Cronicles of Narnia... Gaman samt að horfa á þessa vitleysu. Ég mæli alveg með henni.
En beibís... ég ætla að loka öðru auganum í nokkra tíma og sofa svefni hinna réttlátu þegar ég er búinn að skila ritgerðinni. Svo þarf maður bara að fara pakka bráðum :) Kvíður samt fyrir því að fara í svona stórt rými :/ af því að geymslan sem við fáum er í kjallaranum. Allur geymslumaturinn minn er svo ómissandi... spurning um að hafa bara drasl-/geymsluhorn í stofunni? :þ HAHAHA... neinei, ég púlla bara 'Allt-í-drasli' á þetta og hendi þessu sem er orðið gamalt. Ef ég get...
Lag dagsins í dag er I got you (I feel good) með meistara James Brown.