miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Veirusýking...
man... ég hélt að ég væri ótrúlega heppinn af því að ég var ekki búinn að veikjast þegar ég skilaði af mér ritgerðinni. En það er þannig hjá mér að kroppurinn heldur sér gangandi þangað til eftir próf eða einhvern álíka stress-mikinn 'faktor' og fer svo á 'suspend' þegar það er yfirstigið og ég ligg í veikindum í eina til þrjár vikur á eftir. Þessu er ekkert öðruvísi farið í þetta skiptið nema hvað að ég er eiginlega búinn að liggja síðan ég fékk einkunnina á föstudaginn. Ég fór til læknis í dag og komst að því að þetta er veirusýking þannig að ég verð bara að bíða hana af mér. Það kom ekki einu sinni til umræðu um að ég fengi sýklalyf... en ég held að þetta sé að hjaðna. Búinn að vera DEATH veikur og sjaldan langað eins mikið til að halda heilsunni. En Karen er búin að vera mér til halds og trausts í veikindunum og liggja sjálf. Hún er búin að stjana við mig eins og ég væri við grafarbakkann... það er kannski það sem liggur að baki?!? Á bágt með því að trúa því samt þar sem að ég var að komast að því að sumartekjurnar mínar frá því í fyrra skertu námslánin mín um rúmlega fjórðung!!! Haldiði að það sé?!?!?!? Bara af því að ég get og nenni að vinna fyrir mér þá er mér refsað. Maður hefði haldið að það fólk sem þjénar mest yfir sumarið ætti í litlum vandræðum með að vinna sér inn tekjur til þess að borga af lánunum síðar meir en NEI!!! Auðvitað ætti maður að hafa þeim mun meiri tekjuafgang fyrir skólaárið þegar maður er kominn í hærri tekjur... en þegar maður er með stórhættulegt áhugamál eins og gítar- og magnarasöfnun þá er ekki til eitthvað sem kallast 'tekjuafgangur' :þ
Næsti 'draumagítarinn' er Amerískur Fender Telecaster, nánar tiltekið 60 ára afmælisútgáfa. Klikkað flottur eins og sést á myndinni...
En þessi er á litlar 100 krónur þannig að hann verður að bíða aðeins. Þeir verða seldir til loka þess árs þannig að það er eins gott að maður safni sér í sumar eða fái feitan tjékka frá skattinum...
Allaveganna... mig langaði bara til að láta ykkur vita að ég er á lífi þó að lífsmarkið sé ekki mikið þessa dagana en mér leiðist ekki þegar frk. Ulrich er líka heima. Við erum hálfnuð í gegnum DVD-safnið (í stafrófsröð) þannig að það er bara gaman hjá okkur. Ég læt betur í mér heyra þegar ég verð kominn almennilega á ról.
Until we meet again!
Lag dagsins er Sick of excuses með Dead Sea Apple
Næsti 'draumagítarinn' er Amerískur Fender Telecaster, nánar tiltekið 60 ára afmælisútgáfa. Klikkað flottur eins og sést á myndinni...
En þessi er á litlar 100 krónur þannig að hann verður að bíða aðeins. Þeir verða seldir til loka þess árs þannig að það er eins gott að maður safni sér í sumar eða fái feitan tjékka frá skattinum...
Allaveganna... mig langaði bara til að láta ykkur vita að ég er á lífi þó að lífsmarkið sé ekki mikið þessa dagana en mér leiðist ekki þegar frk. Ulrich er líka heima. Við erum hálfnuð í gegnum DVD-safnið (í stafrófsröð) þannig að það er bara gaman hjá okkur. Ég læt betur í mér heyra þegar ég verð kominn almennilega á ról.
Until we meet again!
Lag dagsins er Sick of excuses með Dead Sea Apple