sunnudagur, mars 19, 2006
Algjör snilld...
Fór á fimmtudagskvöldið á Kaffi Viktor niðrí bæ. Þar voru þeir fjélagar Pétur 'Jesú' og Matti úr Pöpunum að spila. Ég held að þeir séu ekki með neitt nafn en það er spurning hvort að þeir geti ekki bara tekið upp nafnið Dún/Dúnn af því að þeir eru 2/5 af hljómsveitinni Dúndurfréttir. Þetta var ótrúlega gaman að heyra í þeim en þeir sungu báðir og spiluðu báðir á kassagítar. Efnisskráin var mjög fjölbreytt hjá þeim og þeir spiluðu eitthvað af lögum Pink Floyd, Led Zeppelin í bland við hitt og þetta. Að mínu mati stóð uppúr hjá þeim 'syrpan' sem innihélt Easy livin' með Uriah Heep og Waterloo með Abba... Einstaklega súr blanda sem var ótrúlega skemmtileg tilbreyting frá öllu sem maður þekkir... semsagt mjög póstmódernískt! HAHAHA... klikkað fyndið.
Þeir spila næst (að öllum líkindum) 30. mars og þá ætla ég ekki að láta mig vanta. Spurning um að reyna að fjölmenna því að þeir eru certifiable snillingar eins og maður segir.
Annars er mikið að gera í skólanum ákkúrat núna og og svo eitt leyndó sem verður kannski viðrað í komandi viku... sé til með það... bannað að giska og eitthvað af því að það verður bara KANNSKI viðrað hérna.
Sorry hvað ég hef verið latur við að blogga en það lagast á næstu dögum.
Lifi rokkið!
Lag dagsins er Easy livin'/Waterloo með Pétri og Matta. Hananú!
Þeir spila næst (að öllum líkindum) 30. mars og þá ætla ég ekki að láta mig vanta. Spurning um að reyna að fjölmenna því að þeir eru certifiable snillingar eins og maður segir.
Annars er mikið að gera í skólanum ákkúrat núna og og svo eitt leyndó sem verður kannski viðrað í komandi viku... sé til með það... bannað að giska og eitthvað af því að það verður bara KANNSKI viðrað hérna.
Sorry hvað ég hef verið latur við að blogga en það lagast á næstu dögum.
Lifi rokkið!
Lag dagsins er Easy livin'/Waterloo með Pétri og Matta. Hananú!