<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 31, 2006

Eh Eh Ehhh!!! 

HAHAHA það var svo gaman í gærkvöldi að það hálfa væri nóg. Karen talaði um að þetta væri ótrúlegt, ekki nóg með að þeir spili góða mússík og syngi vel þá fær maður líka stand-up... FRÍTT!!!
Pétur Jesú og Matti Papi fóru þvílíkt á kostum í gær! Það er alveg með eindæmum hvað þeir ná að sjóða saman lög eins og: Lick it up með Kiss og Praise you með Fatboy slim... alveg merkilegur andskoti :)
Ég, Karen og Nonni skelltum okkur saman og ég sá Hákon frænda vera að fylgjast með og það er alkunn staðreynd að það rennur mikil tónlist í æðum okkar frændmanna sem og einstaklega góður smekkur fyrir tónlist ;)

Pétur og Matti reyttu af sér brandarana fyrir lög, á milli laga, inní lögum og á eftir lögum og það stóð algjörlega uppúr þegar þeir tóku Eldhringinn með Jóni Reiðufé (The ring of fire - Johnny Cash) sem þeir tóku í Svarthöfða-kántrí-útgáfu og þá fæddist nýr karekter... Kántríhöfði! En þetta er algjörlega 'You had to be there' dæmi þannig að ekki missa af þessum snillingum næst þegar þeir verða á dagskrá sem verður að öllum líkindum eftir tvær vikur.

Ég mæli hiklaust með þessu eins og allir þeir sem koma og sjá þá og næst fær maður sinn skammt af þeim í næstu viku þegar Dúndurfréttir verða á Gauknum 4ða og 5ta apríl. Ekki missa af því!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?