<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 09, 2006

Enn ein lægð í íslenskri sjónvarpsefnisgerð... 

ég hreinlega hélt að Bitch-E-Galore væri botninn... en nýji þátturinn á Skjá Einum er 'ROCK BOTTOM' og ekki tengt tónlist!!! Ég er meira að segja næstum því búinn að taka SíFilis Nótt í sátt bara vegna þess hve póstmódernísk pæling er í gangi þar. Gilzeneggerinn og félagar eru reyndar að öllum líkindum þáttargerð sem var fengin með því að sjóða saman netta blöndu af stefnumótanauðgunum, andlegu og líkamlegu ofbeldi og lélegri týpu af brúnkukremi í klefa Seth Brundle úr 'Flugunni' eða The Fly. Geir Ólafsson hefur greinilega aldrei sofið hjá og það staðfestir enn frekar þann grun minn að barnsmóðir hans hafi haldið framhjá honum því að það getur ekki verið að hann hafi nokkurn tíman sængað hjá kvenmanni miðað við þessa tilburði hans sem eiga að vera leiðbeiningar!
En það er hálf sorglegt þegar einstaklingar eyðileggja leiklistarferil sinn með þvílíku drasli eins og þeir Halldór Gylfason, Gunnar Hansson, Friðrik Friðriksson eru með í háðildarmynd-aþættinum („mockumentary“) Sigtið. Halldór Gylfason er algjör snillingur, eða að minnsta kosti það sem ég hef séð af honum en ég er algjörlega búinn að missa álitið á honum fyrir þessa þátttöku. Þessir þættir eiga að vera einhver skrumskæling og jafnvel póstmódernísk eða póststrúktúralísk skopmynd af samtímaþáttum í íslenskri sjónvarpsgerð. En maður þarf ekki að hafa nánari tök á svona flóknum heitum á einhverjum hugmyndastefnum til þess að átta sig á því að þetta er bara DRASL. Hvað er næst?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?