<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég er ekki pólitískur... 

er eitt mesta bollocks EVER!!! Við kærustuparið og Þóra sys kíktum á „V for Vendetta“ og vorum að koma heim af henni. Ég er alveg yfir mig bit. Þetta er alveg þrælpólitísk mynd sem er sveipuð dýrðarljóma ofurhetju sem minnir einna helst á Zorro eða Hróa hött. Mér fannst þessi mynd frekar góð þó svo að hún gæti virkað langdregin á köflum fyrir suma. Ég gaf henni 9 í einkunn á IMDB bara svo að það sé á hreinu.

Ég hvet alla til þess að fara að sjá þessa mynd, hægri menn til jafns við vinstri menn og það væri gaman að sjá hvernig hægri mönnum finnst þessi mynd vera vs. upplifun vinstri manna!

Allaveganna... án þess að gefa of mikið upp þá er hún pólitísk og fær mann til þess að hugsa sig aðeins um. Þetta minnir mig á þegar ég fór á The Truman Show á sínum tíma í bíó án þess að vita eitt né neitt um þá mynd nema að Jim Carey léki í henni. Það var þokkalegur sjokker þegar ég fattaði að það var verið að fylgjast með honum. Ég kveikti meira að segja ekki þegar ljósið datt úr loftinu! Reyndar fattaði þetta stuttu eftir það og ég gekk út úr bíóinu eftir að myndinni lauk og efaðist um allt og var í raun sannfærður um að ég væri stjarnan í minni eigin sápu alveg eins og Truman. Ég horfði upp í stjörnubjartan himininn alla leiðina heim til Helgu systir og sofnaði ekki fyrr en seint um nóttina af því að ég var svo upptekinn að efast um allt sem ég þekkti og vissi...

En ég fór að velta því fyrir mér í kjölfarið á V for Vendetta fréttinni sem kom í fréttatímanum í kvöld með brot Flugþjónustunnar á samkeppnislögum. Að sama skapi fór ég að hugsa um samráð olíufélaganna og mér finnst það ótrúlegt að á meðan ríkisstjórnin keppist meira en allt við að sökkva landinu í skuldir þá eru þeir að dæma og REFSA stórum fyrirtækjum fyrir vísvitandi brot gegn samfélaginu, þegnum þess og fyrirtækjum með því að láta þau borga skuld í ríkiskassann. Skv. þessari frétt á mbl.is um Flugþjónustuna þá kemur fram að: Samkeppniseftirlitið hefur í ákvörðun sinni gert fyrirtækinu að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt til ríkissjóðs.!!!

WTF?!?!? Eins og að þetta sé einhver refsing?!? Þeir eru kannski búnir að græða tvöfalt ef ekki þrefalt það (ágiskun út í loftið sbr. olíusamráðið...) og þeir eru látnir borga sekt í RÍKISSJÓÐ!!! Þessir peningar koma aldrei til með að skila sér til þeirra fyrirtækja sem þeir brutu á, né íslensku þjóðinni sem bjó við meiri einokun fyrir vikið (í stað þess að geta boðið upp á meiri samkeppni á íslenskum markaði) og þessir peningar fara í að byggja göng einhversstaðar í rassgati eða laga göturnar í Reykjavík (sem er BTW orðið LÖNGU TÍMABÆRT!!!)!!!

Farið á V for Vendetta og kommentið hérna um hvernig ykkur líður...

Lag dagsins er Stupidmen með The Government!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?