sunnudagur, mars 26, 2006
Gaga, Baba
HAHAHAHA... Hann Hlynur Björn Ólason er svo mikill snillingur að það hálfa væri nóg. Við fórum á fætur klukkan 8 í morgun og ég er eitthvað að brávsa á netinum, kíkja á póstinn minn og svona þegar heyrist í Hlyni úr sófanum: Gaga... Baba... eitthvað í tengslum við skemmtiefnið í sjónvarpinu á þeim tíma. Ég snéri mér að honum og sagði við hann: Æji, en krúttlegt... ertu bara byrjaður að tala! Svo hlógum við eins og algjörir grallarar í 10 mínútur! Klikkað fyndið. En Gaga er Karen og Baba er pabbi... þannig að þetta var ekkert svo galið hjá honum (nema hvað að hann er orðinn 7 ára fyrir þá sem ekki vita). Að sjálfsögðu var hann bara að grínast en um leið og það kemur eitthvað svona 'bull' uppúr honum þá segi ég alltaf: Nei, en hvað þú ert duglegur að tala! og Hlynur springur úr hlátri :D
Alltaf gaman hjá okkur litlu fjölskyldunni í Eggertsgötunni.
Lag dagsins er Baba O'Riley með Þeim Hverjum eða The Who.
Alltaf gaman hjá okkur litlu fjölskyldunni í Eggertsgötunni.
Lag dagsins er Baba O'Riley með Þeim Hverjum eða The Who.