<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 02, 2006

Jeminn eini... 

Hlynur Björn Ólason orðinn sjö ára!!! Varð það reyndar í gær drengurinn en það kemur ekki að sök þó svo að það sé bloggað um það í dag. Við Karen hringdum í hann í gær og hann var bara nokkuð sáttur með daginn, búinn að fara í hús í Borgarnesi að syngja og fékk meðal annars næstum því fullan kassa af lakkrís! Þetta er eitthvað önnur stemning í Borgarnesi heldur en var á Skaganum í gamla daga og kannski meira í líkingu við hrekkjavökuna (án þess að vita það beint). Ég ligg heima algjörlega ófær um að hugsa um mig... missti heila kommóðu ofan á þumalinn á mér í gær en ég held að ég sé ekki brotinn. Vona allaveganna að ég sé ekki brotinn. Puttinn er reyndar ennþá það bólginn að ég get ekki notað hann í neitt og ég er búinn að finna upp nýja tækni til þess að koma þessum pósti frá mér (eins sársaukafullt og það er...). En það tekur c.a. þrisvar sinnum lengri tíma að koma frá sér pósti þegar maður er með 2 óvinnufæra putta. Þá er ekki hægt að gera neitt nema að lesa... bið að heilsa í bili.

Lag dagsins er lag með Elton John - Look ma' no hands!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?