<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 20, 2006

Satt best að segja... 

held ég að ég hafi ekki skemmt mér jafn vel í tíma áður eins og ég gerði í dag!!! Svona ykkur að segja þá veit ég ekki hvar barnaskapur endar og HEIMSPEKI tekur við!!! SEJETTURINN! Er í tíma með einum og ég veit ekki alveg hvort að ég eigi að nota orðið 'snillingur' í neikvæðum og kaldhæðnum skilningi, 'heimspekingur' í neikvæðum og kaldhæðnum skilningi eða bara hreinlega hálfviti! Hmmm... ég veit... MPQQFS!!!
Þessi einstaklingur er á mastersstigi eins og undirritaður en honum er svo mikið í mun að sjá allt út frá póstmódernísku sjónarmiði að hann hljómar eins og versti krakki! Guð minn góður hvað menntasnobbið getur farið með suma! Hey, common... I've had my share og allt það en þetta er alveg bara beyond allt sem maður þekkir. Eins upptekinn af því að hafna öllu, öllum og þar fram eftir götunum sem maður þekkir eins og að gagnrýna allt og alla, kennara, námsefni, tilgang með námi og ég veit ekki hvað! Var meira að segja að drulla það mikið yfir skólakerfið um daginn að hann sagðist hafa séð eftir því að hafa lært að lesa af því að hann hefði getað kennt sjálfum sér það miklu betur!!! Alveg með eindæmum... Mér var einmitt hugsað til þess þegar ég lét Hlyn lesa hjá mér í vikunni sem leið. Mér finnst mjög mikilvægt að hann lesi á hverjum degi og það er ótrúlegt hvað hann er orðinn fær að lesa. Las meira að segja heilan helling fyrir Karen uppúr Fréttablaðinu um daginn. Hvar væri hann staddur ef hann myndi ákveða allt í einu að kenna sjálfum sér að lesa?!? Hann hefði reyndar einhvern grunn til þess að byggja á en ef hann hefur ekki foreldra sína til að halda sér að efninu (sem er btw. lögbundin skylda, svo ekki sé minnst á siðferðilegu og rökréttu skyldu...) þá yrði ekkert úr því að hann lærði nokkurn skapaðan hlut. Ég ætla nú ekkert að fara út í nánari pælingar en bendi á ýtarefni í því samhengi og þá sérstaklega vitsmunaþroskakenningu Piagets.

En svo að við snúum okkur nú aftur að 'heimspekingnum' (í þessu samhengi frekar neikvætt og FREKAR mikil kaldhæðni) þá var hann eitthvað að drulla yfir verkefni sem okkur var sett fyrir og segja m.a. að það væri heimskulegt og leiðinlegt... af hverju getum við ekki gert þetta? af hverju ekki hitt? Fyrir utan það að hafa drullað yfir menntastofnanir almennt og segja að hann væri svo mikill þræll skólakerfisins að ef hann sæti ekki skóla þá yrði hann bara ruslakall þá tók kennari ársins sig til og húðskammaði hann eins og smákrakkann sem hann er fyrir framan allan bekkinn! Hún lækkaði reyndar aðeins röddina og það heyrðist skýrt og greinilega yfir allan bekkinn, hann blóðroðnaði í framan og sagði varla orð það sem eftir var tímans. HAHAHA... mér var svo skemmt... þetta minnti mig bara á grunnskólann, þegar einhver var húðskammaður í tíma og svo flissuðu allir þangað til að þeir komu út á gang til að hlæja að honum. Sú var reyndar ekki raunin í þetta skiptið en það má með sanni segja að það hafi allir verið guðslifandi fegnir að hann hafi loksins fengið skömm í hattinn (bókstaflega) því að ef maður er svo mikill heimspekingur að maður áttar sig ekki á tilgangi með skólagöngu, annarri heldur en að „þóknast meistara sínum eins og hlýðinn þræll“ þá hefur maður ekkert þar að gera og getur verið með sínar heimspekilegu pælingar hvort heldur í ruslinu eða á kassa í Bónus (og þá er ég frekar að kasta rýrð á þau störf, sem er alls ekki meining mín).

Allaveganna... glæst málalok og vonandi heldur hann sínum heimspekilegum pælingum út af fyrir sig það sem eftir er af þessari önn. Hvað er svona manneskja að gera á annað borð í kennslufræðum?!? Ætlar að koma með einhverja byltingarkennda kennslu inn í skólana og endar sem kennarinn sem enginn þoldi!

Manst þú eftir svoleiðis kennara á þinni skólagöngu?!? Ef ég hugsaði mig um þá kæmi hann eflaust upp í kollinn á mér en það sem stendur uppúr í skólagöngu manns eru kennararnir sem höfðu áhrif á mann og snertu mann á einn hátt frekar en annan (og þá er ég ekki að tala um líkamlega!!!). Ég man eftir nokkrum svoleiðis og það er það sem skiptir máli... að ná til fólksins. Seinna meir þá fer maður kannski að efast um kennsluaðferðirnar eða jafnvel ekki en samt sem áður stendur það uppúr að þetta eru/voru kennarar sem maður leit upp til og virti... frekar heldur en að þola ekki og fá ógeð á faginu fyrir vikið!

Lag dagsins er What did you learn in school today með Tom Paxton

This page is powered by Blogger. Isn't yours?