<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 30, 2006

Amma... Gulli Falk biður að heilsa þér! 

Hahaha... klikkað skemmtileg stemning í gær.
Verð samt að segja ykkur frá einu fyrst... Á fimmtudaginn fyrir viku síðan, þegar við vorum að sjá Pétur og Matta á Café Victor þá fórum við út eftir lokun og skelltum okkur yfir götuna á Hlölla. Í biðröðinni var svo gaur sem talaði geðveikt bjagaða íslensku sem sagði: „Djöfull er mikið af útlendingum hérna... þetta er alveg óþolandi!“ Íslenskan hans var bjagaðri en allt og þetta var ótrúlega fyndið og við sprungum úr hlátri. Svo fór ég að spjalla við hann af því að hann var með ástralskan hreim. Ég sagði honum frá því að ég hefði skellt mér til Ástralíu til þess að fara á tónleika með Kiss og hann sagðist þá vera frá Nýja Sjálandi. Ég spurði hann út í márana sem þar búa og hvort að hann þekkti einhverja svoleiðis. Hann horfði á mig hneikslaður og sagði: „Konan mín er mári!“ Við spjölluðum heillengi (eða þangað til Karen var orðið virkilega kalt... akkuru ertu svona blá???) um márana, menninguna og stemninguna. Ég var orðinn ótrúlega heillaður af þessari stemningu hjá honum. Ég spurði hann hvers vegna hann væri hérna á íslandi og þá sagði hann að það væri 'kominn tími' á marga úr hans fjölskyldu þannig að hann væri hér til að kveðja og svoleiðis. Hann sagði að fjölskylda konu hans hefði gefið honum hálsmen sem var búið að ganga margra kynslóða á milli og að þetta væri mesti heiður sem honum gæti hlotnast þarna 'down under'. Hann talaði líka um það að partýin og stemningin væri alveg nákvæmlega eins og í 'Once were warriors'. Hann sagði að hann hefði verið í 2 ára afmæli um daginn og það hefði bara verið keypt 2 bretti af bjór, stóru veislutjaldi slegið upp í garðinum og partýið hefði staðið yfir í tvo daga eða eitthvað álíka!
Hann var líka hérna á Íslandi til þess að vinna sér inn pening og svo ætlaði hann að fara aftur út, byggja sér lítið cottage (smábýli) og setjast í helgan stein. Márarnir eiga víst allt landið þarna þannig að hann getur (og fær) ekki að kaupa jörð hjá þeim en þar sem hann þekkir þá mjög vel þá segir hann bara við þá: „Nú ætla ég að byggja smábýli hérna á landinu ykkar og svo þegar ég er farinn þá megið þið bara eiga það.“ Og það, ásamt því að þekkja þau mjög vel er nóg fyrir hann til þess að fá að byggja á landinu þeirra og setjast í helgan stein. „Ég ætla bara í 'early retirement', drekka bjór og reykja dóp!“ Þetta er víst bara easy as that eins og maður segir... en ótrúlega skemmtilegur gaur og hann sagði að við þyrftum endilega að fara þarna og kíkja á þetta... Gott ef maður geri það ekki bara einhvern tímann og leiti að kauða...

En í gær fórum við skötuhjúin á smá skrall... ég fór reyndar í mat til Svabba og fékk þar alveg dýrindis mat að borða. Við fórum svo í afmæli til Kristínar Birnu sem er orðin 25 ára gömul. Þarna voru nokkrir skagamenn en skemmtilegast þótti mér að hitta Steinu, mömmu hennar Kristínar og við kjöftuðum og sungum eins og það væri ekki um 10 ár frá því að ég sá hana seinast...
Ég fór svo með Karen, Erlu og Öldu Lilju niðrí bæ. Þegar við vorum svo að rúlla heim þá renndum við aðeins við á Dubliners sem er ekki frásögu færandi nema að þegar við erum að fara út er Gulli Falk og kærasta/kona/vinkona hans með honum og ég greip hann! „Gulli... ég verð að fá að trufla þig aðeins með einni sögu... Amma mín... Amma lilla var mikil vinkona ömmu þinnar og við komum nokkrum sinnum í heimsókn til Laugu í gamla daga. Ég man t.d. eftir tveggja hálsa gítarnum þínum og vodka flöskunni sem var svona stór (setti höndina langt fyrir ofan höfuð af því að hún var svo stór þegar ég var helmingi minni) sem var sparibaukur...“ Svona hélt ég áfram og spjallaði við hann um ömmu og tónlist í dágóðan tíma... hehe. Fyrir þá sem ekki vita þá er Gulli Falk þungarokkari af guðs náð og er nú í hljómsveitinni Dark Harvest. Ég fílaði reyndar Exizt alveg í rot í gamla daga en það er önnur saga... Nýja plata Dark Harvest kemur btw út í þessari viku!
En aðal sagan var samt þannig að þegar ég fór á Black Sabbath á Skagarokki í gamla daga þá var gamla hljómsveitin hans Gulla Falk; Exist, að hita upp fyrir Black Sabbath. Mamma og Aggi voru þá erlendis og ég var allaveganna hjá ömmu lillu og hún sagði við mig áður en ég fór: „Ef þú hittir hann Gulla Falk, þá bið ÉG að heilsa honum!“ HAHAHA... Amma Rokk!!! En allaveganna... ég skilaði þessari kveðju loksins í gær og hann bað kærlega að heilsa gömlu konunni uppá Skaga... ég ætla nú ekki að bíða með að skila þessari kveðju í 14 ár eins og fór með hinni kveðjunni... en ótrúlega gaman samt?!?

Til að toppa þetta allt saman vorum við Karen að ræða um Gulla Falk, þungarokk, Black Sabbath og Skagarokk þegar fatlaður strákur sem var fyrir aftan okkur greip samræður okkar á lofti spurði hvort að við værum að tala um Skagarokkið þar sem Black Sabbath og Jethro Tull voru að spila. Við spjölluðum heillengi við hann um tónlist og gaurinn sem var með honum var alveg kostulegur. Hann reyndi að komast inní eldheitar umræður okkar um tónlist, tónleika og hljómsveitir með setningar á borð við: „Já, Roger Waters genginn til liðs við Kiss aftur!“, „Ég fíla Wham...“, „Mér fannst fiðlan skemmtilegust í Wham“. Við grenjuðum úr hlátri!!! Gaurinn var að fíla frekar þyngra rokk og var fastur á djamminu með einum allra mesta píkupoppara í EVRÓPU!!! Það eru frekar dramatísk örlög fyrir hvern sem er :þ

Lag dagsins er Exizt með hljómsveitinni Exizt! Lifi rokkið!!!

Sáum svo á leiðinni heim að það var flaggað í hálfa hjá Íslenskum Aðalverktökum... wonder why :þ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?