<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Flottur mánuður... 

Það er hreinlega allt að gerast í apríl. Við feðgarnir hittum Völlu og Adda í Kringlunni um daginn og Addi óskaði mér til hamingju... Valla sagði þá við hann: Æji... ég gleymdi að segja þér það... þetta var aprílgabb! Hahahaha... já, óléttusagan sló rækilega í gegn og það er nokkuð víst að ég er búinn að hrópa úlfur, úlfur...

Amma Lilla átti ammæli 5. apríl
Vigga Presidentó átti ammæli 15. apríl
Nína Alexandersdóttir Eck átti ammæli 16. apríl
Aggi á afmæli í dag, 18. apríl

Svo eigum við Nonni og ég ammæli 20. apríl (Hitler líka en það er CUI)...
Ekki amalegt að vera svona samstíga systkinin mamma Rokk og Valli að eignast börn svona til skiptis... Þetta er heví kúl!

Helga systir er fædd 1974
Óli frændi og nafni 1975
-ársmisreikningur-
Nonni frændi og ammælisböddí 1977
Ég fæddur 1978
Erna frænka 1979
Þóra systir 1980
Eiríkur frændi 1981
-þriggja ára bið-
Atli bróðir 1984
-fimm ára bið-
Stefán frændi 1989
-tíu ára bið-
Þórhildur 1999

Svo koma barnabörnin...
Nína er fædd 1995
-þriggja ára bið-
Bergþóra 1998
Hlynur Björn 1999
Gyða 2000
-sex ára bið-
Bumbubúi Alexandersson Eck 2006

Þannig að ef þið takið öll árin sem ekkert barn eða barnabarn fæddist og leggið þau saman þá fáið þið út 28 sem er það sem ég verð eftir 2 daga!!! Sem þýðir bara eitt:
I AM THE CHOSEN ONE!!!
Hehehe... segi svona... en ég hef það á tilfinningunni að þetta verði gott aldursár (aldur-sár... ég þekki fólk sem er mjög aldur-sárt... nefni engin nöfn en hún hyggst taka upp 'Von' (borið fram Fonn) við erlenda nafn sitt til þess að undirstrika af hversu miklum aðalsættum hún er komin) og ég hlakka til að takast á við lífið einu ári nær ellinni sem á eftir að hrjá a.m.k. Nonna einu ári áður :þ

Lag/video dagsins er framlag Finnlands til Eurovision þetta árið...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?