mánudagur, apríl 03, 2006
Ég hreinlega elska...
náttúruverndarsinna og and-virkjunarsinna. Sérstaklega er ég að tala um þessa sem keyra bílum sem eru framleiddir í kringum 1980 og menga meira heldur 2 álver. Sérstaklega líka þessa sem taka bensín á fornbílana sína og passa sig á því að sulla bensíninu aðeins niður. Líka þessa sem keyra um á nagladekkjum líklegast vegna þess að þeir eru það skynsamir að vita að þegar ryðið á bílnum er orðið að 60% uppistöðu bílsins þá eru ekki miklar líkur á að þeir lifi það af ef þeir lenda í árekstri á 30 km/klst.
Ég er líka náttúruverndarsinni vegna þess að ef við förum ekki vel með jörðina okkar þá fara til dæmis gæði þeirra viða sem notaðir eru í gítarbúka versnandi og þar af leiðandi verða hljóðfærin verri! Ég er líka náttúruverndarsinni af því að ég vill ekki að það sé búið að úthluta öllum góðu lóðunum áður en ég fer að byggja! Ég er líka and-virkjunnarsinni vegna þess að ég er svo hræddur um að íslenska tungan og íslensk 'menning' líði undir lok af því að við getum ekki virkt þessi 2% íslensku þjóðarinnar til að vinna og við þurfum í sífellu að flytja inn erlent vinnuafl til þess að geta sinnt eyðslu- og þensluþörfinni okkar... Bara svona meðal annars...
Rokkarinn... true to his cause...
Ég er líka náttúruverndarsinni vegna þess að ef við förum ekki vel með jörðina okkar þá fara til dæmis gæði þeirra viða sem notaðir eru í gítarbúka versnandi og þar af leiðandi verða hljóðfærin verri! Ég er líka náttúruverndarsinni af því að ég vill ekki að það sé búið að úthluta öllum góðu lóðunum áður en ég fer að byggja! Ég er líka and-virkjunnarsinni vegna þess að ég er svo hræddur um að íslenska tungan og íslensk 'menning' líði undir lok af því að við getum ekki virkt þessi 2% íslensku þjóðarinnar til að vinna og við þurfum í sífellu að flytja inn erlent vinnuafl til þess að geta sinnt eyðslu- og þensluþörfinni okkar... Bara svona meðal annars...
Rokkarinn... true to his cause...