<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Hversu heimsk haldið þið að við séum?!?!? 

Þetta er alveg með eindæmum... Manni er nú farið að blöskra þetta bananalýðveldi hérna einum of!

1. Ég fór á "geisladiskaÚTSÖLU" um daginn... það var hjá Senu, nánar tiltekið í Hallarmúlanum þar sem World Class var áður til húsa. Ég gekk einn hring þar inni og mér finnst íslenskir sölumenn alveg með eindæmum kaldir að vera að bjóða upp á DVD titla á 1299 - 1599 kr. sem eru búnir að vera til sölu í 10-11 í meira en hálft ár á 999 kr. Þar fyrir utan væri hægt að versla þessa sömu titla á Amazon, Play og fjölda annarra netverslanna fyrir minna (get nokkurn veginn ábyrgst að ef maður kaupir 3 titla eða fleiri þá er það farið að borga sig) þó svo að maður þurfi að borga sendingarkostnað, virðisaukaskatt og toll af þessum diskum þegar þeir koma til landsins.

2. Þegar maður verslar erlendis frá þá þarf maður að borga virðisaukaskatt og toll af vörunni (nema hljóðfærum... það er ekki tollur af hljóðfærum) og þetta virkar þannig að fyrst borgar maður fyrir vöruna... svo borgar maður toll af vörunni OG SENDINGARKOSTNAÐINUM... og svo borgar maður virðisaukaskatt af VÖRUNNI, SENDINGARKOSTNAÐINUM OG TOLLINUM!!! Gott dæmi um þetta er að ef maður kaupir sér varahlut í bíl erlendis frá á netinu og hann kostar 50 þúsund þá verður endanleg tala 100 þúsund. Alveg eins með DVD-disk... ef hann kostar 1000 krónur erlendis þá borgar maður alveg 2000 fyrir hann. Þetta er einokun í heimsklassa og forræðishyggja af hálfu stjórnvalda til þess að tryggja ákveðið verðlag hérna heima og vegsama hátt vöruverð heildsala og endursöluaðila á Íslandi. Lengi lifi munaðarvörur og einokun!

3. Bensínlíterinn fór í 123 krónur í gær... Ríkið græðir 700 milljónir á okkur á hverju ári sem þau nota svo beint og óbeint í að byggja sendirráð út um allan heim svo að fyrrverandi forstjórar fyrirtækja verði nú ekki aðgerðarlausir svona í ellinni. Hæstvirtur Geir H. Haarde FJÁRMÁLARÁÐHERRA (þegar hann gengdi þeirri stöðu) fór fyrir ekki svo ýkja löngu í "opinbera heimsókn" ásamt konu sinni til Kína sem kostaði ríkiskassann milljón... Af hverju ekki bara að nota eitthvað af sínum eigin launum til þess borga undir sitt eigið rassgat? Hann er örugglega með það í laun á mánuði ef ekki meira... Þetta sýnir einmitt hversu vel fjármálum ríkiskassans hefur verið stjórnað... Nú væri ráð að skipuleggja "opinberar heimsóknir" til Alicante þegar Icelandexpress flýgur þangað fyrir 5-7 þúsund kall fyrir utan skatta (sem fara þó aldrei yfir 3350 kr.).

4. Núna þegar krónan er orðin að engu, dollarinn kominn langleiðina upp í 80 kallinn og allt að fara BETUR til helvítis hérna í landinu þá við hæstvirtur Forsætisráðherra KENNA EINHVERJUM ÖÐRUM UM ÞETTA KLÚÐUR!!! Hann vill meina að það séu erlendir aðilar sem skapa efnahagslegan óstöðugleika hérlendis í gróðaskyni. WTF?!?!? Hvað erum við búin að vera að reyna að gera?!? Þetta er svo ógeðslega týpískt að það hálfa væri nóg. Ef það væri bara almennileg stjórnun á þessu hérna heima þá væri þetta ekki ALLT Í DRASLI!!! Ég þori að veðja að ríkiskassinn sé galtómur og þar séu ekkert nema köngulóarvefir, gamlar matarleifar, skítugir diskar og fullt af ryki!

5. Við erum 300.000 og þau sem stjórna landinu fyrir okkur eru 63... give or take 5. Þetta er bara orðin gömul klíka sem breytist ekkert... það eru alltaf sömu uglurnar sem eru ráðherrar þangað til að þau eru komin yfir 150 ára aldurinn... en þá fara þau í Seðlabankann. Af hverju er ekki hægt að kjósa einstaklinga á þing? Og ekki koma með eitthvað svona bull um að við kjósum einstaklingana með prófkjöri og eitthvað svoleiðis... hlusta ekki á það. AF hverju ekki bara að hafa 31 alþingismann, sömu laun og berjast fyrir einhverjum ákveðnum málefnum á 4 árum í staðinn fyrir að vera flokksbundin og geta hvorki prumpað né skeint sér af því að það er ekki á stefnuskránni hjá viðkomandi flokki!!!

Myndir þú ekki vilja fá tæplega 50 milljónir í laun á 4 árum fyrir að gera EKKERT?!? Ég myndi vilja það...

Þetta eru bara nokkur atriði sem ég vildi benda á... en það samræmist kannski ekki hugsuninni um fyrirmyndarríki að vera gagnrýninn á stjórnunarhættina af því að ÉG kýs svona í alþingiskosningunum? Þetta er kannski ástæðan fyrir því að þingmennirnir eru svona margir? Svo að maður geti ekki munað hvað allir gera af sér eða gera ekki af sér á kjörtímabilinu og maður kjósi af einhverri gamalli sannfæringu í þeim næstu að hlutirnir lagist?

Bendi ykkur á að sjá t.d. myndir eins og Equilibrium og V for Vendetta... það hristir aðeins upp í manni. Svo er líka til helvíti skemmtileg tölfræðileg staðreynd... og það er að þeir sem hafa lokið háskólanámi eru yfirleitt vinstrisinnaðir að því loknu óháð því hvort að þeir hafi hafið háskólanám sem hægri- eða vinstrisinnaðir. Tölfræðilegar staðreyndir eru einmitt oft notaðar til þess að alhæfa yfir á stærri hóp... getur maður þá sagt að það að vera hægrisinnaður sé 'jafnt og' að vera fáfróður?

En hvet ykkur eindregið til þess að kommenta hér að neðan hversu heimsk þið haldið að við íslendingarnir séum... á skalanum 1-5 (1=Ekki heimsk, 5=Heimskari en allt sem inniheldur mólekúl).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?