<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 20, 2006

It'smyhipreplacement and I'll cry if I want to! 

Glorious glorious day!!! Vöknuðum við sólskin og hljóðið í flugvélunum. Ágætis replacement fyrir fuglasöng þannig séð...
Í dag er ég 28 ára. Ég fæddist á sumardeginum fyrsta og í dag er sumardagurinn fyrsti þannig að ég er sannkallað sólskinsbarn með sólarglampa í hjarta og geislabaug á stærð við húllahring. Mér líður vel í dag. Ég fékk flotta skó frá minni heittelskuðu og í þessum töluðu orðum er hún á leiðinni út í baGarí að kaupa eitthvað í morgunmatinn.
Svo verður afmæliskakan (peruterta) borðuð í dag en Karen bakaði KÖKA í gær.
Það er ótrúlega fallegt veður úti og það er ekki amalegt að byrja afmælisárið á svona fallegum degi. Ég býst nú ekkert við því að það verði svona allt árið... but I feel special. Skrýtið að hugsa til þess að mig dreymdi að ég hefði opnað pakkann sem Karen kom með heim í gær og á hliðinni á kassanum var hvítur límmiði (svona svipaður eins og Amazon.com setur á pakkana sem þeir senda frá sér) og inni í pakkanum voru tveir DVD diskar... annar með Bítlunum en ég man ekki með hverjum hinn var... kannski Stevie Ray Vaughan... en samt ekki alveg viss.

Á morgun er stór dagur hjá mér því að ég er að fara að ljúka rannsókninni sem ég er að gera í einum kúrs, sækja Hlyn, kaupa mér gasgrill og gítar. Það er ótrúlega tómlegt hjá okkur hérna af því að Hlynur er búinn að vera seinustu 11 daga hjá okkur og það verður alltaf tómlegt þegar hann fer. Við lásum alla dagana nema einn sem hann var hjá okkur og hann var hreinlega að springa úr stolti. Kennarinn hans sendi mér meira að segja póst þess efnis hve duglegur ÉG hefði verið að láta hann lesa :þ Hann var náttúrulega sá duglegi og það er ótrúlega mikill munur á honum núna og hann er farinn að lesa textann í sjónvarpinu léttilega!

Þó svo að ég sé að fara að læra í dag þá vil ég samt óska ykkur góðs dags og hvet ykkur til þess að njóta fallega dagsins í dag.

Elsku Nonni... innilega til hamingju með afmælið og þó svo að þú sért ekki 'the chosen one' eins og ég þá óska ég þér alls hins besta í tilefni 29 ára afmælis þíns.

Lag dagsins er Ammæli með Bjöllunum (Birthday með The Beatles).

ÓMG!!! Kjútest ever!!! Ég fór inn á Ugluna (vefkerfi H.Í.) og þegar ég er búinn að logga mig inn þá byrjar uglan að spila fyrir afmælislagið!!! Þetta var svooooo sætt að ég er alveg 'verklempt' eins og Linda Richman (Mike Myers karakter) myndi segja :)

Lag dagsins er því líka afmælissöngurinn...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?