sunnudagur, apríl 23, 2006
Ripley's Believe it or NOT!!!
Þetta er að öllum líkindum lygilegasta sagan ever!!! Hún er samblanda af hasar, dramatík og farsælum endi... og hún er um nýjasta gítarinn minn!!!
Á föstudaginn síðasta fór ég í Tónastöðina til þess að kaupa mér gítar í ammælisgjöf. Þetta er ótrúlega fallegur Art & Lutherie 12 strengja kassagítar; Antique burst. Þegar ég kom og sótti hann var hann á sínum stað í 6-gítara-standi með gulum post-it miða á milli strengjanna sem á stóð: Frátekinn, Óli Örn Atlason og símanúmerið mitt. Ég tek hann og fer með hann að afgreiðsluborðinu til Leibba Djass til þess að borga fyrir hann. Þá segir Leibbi mér söguna.
Á föstudeginum langa brutust einhverjir óprúttnir náungar inn í Tónastöðina með því að keyra á einn glugga búðarinnar. Þeir fóru inn og tóku alla gítarana á þessum sama standi... nema minn!!! Að öllum líkindum tóku þeir hann ekki vegna post-it miðans sem var á honum af því að á honum stóð FRÁTEKINN!!!
Ég var alveg frá mér numinn af þessari sögu og þetta á bókað eftir að gera þennan gítar verðmeiri í mínum augum. Ég þekki enga glæpamenn... eða allaveganna ekki glæpamenn sem myndu gera nokkuð svona lagað... og ég vona að hann hafi ekki verið skilinn eftir af því að þeir þekktu mig! En talandi um klikkaða sögu!!! Alveg ótrúlegur fjandi. Samt sem áður fékk ég nokkra blóðdropa í kaupbæti sem eru á hausnum á gítarnum og Andrés (eigandi Tónastöðvarinnar) fékk alla gítarana til baka. Þannig að það var frekar farsæll endir á þessari sögu fyrir alla nema óprúttnu náungana sem hafa að öllum líkindum náðst...
En það er svolítið merkilegt að brjótast inn í hljóðfærabúð og taka nokkra ódýra gítara í staðinn fyrir að taka þá dýru... Í Tónastöðinni er einmitt að finna nokkra á verðbilinu 150 - 300 þúsundkróna gítara... fyrir utan allar græjurnar sem eru þarna. En þeir spá kannski betur í þessu ef þeir gera þetta aftur því að það er auðveldara að bruna í burtu með einn rándýran gítar í stað þess að troðfylla getaway-bílinn af kassagíturum sem taka meira pláss og eru í ódýrari kantinum.
Annars er bara allt gott héðan. Við Karen og Nonni skelltum okkur á Pétur og Matta á fimmtudaginn og þeir eru alveg frábærir! Það er svo gaman að þeim að það hálfa væri nóg. Til aukinnar skemmtunar voru þarna nokkrir kanar þannig að grínið var allt þýtt yfir á ensku fyrir þá annað hvort fyrir eða eftir íslensku útgáfuna þannig að það var hlegið á öllum tungumálum þarna!!! Tónlistin var glæsileg að vanda og Kermit-lagið stóð uppúr... ég hef bara varla hlegið svona mikið í langan tíma!
Föstudagurinn fór í geggjaðan þeyting... Tók 2 viðtöl um morguninn, sótti Hlyn, sótti póstinn minn á pósthúsið sem date-aði aftur til janúar... sótti Atla, sótti Nínu, keypti mér gasgrill (sem Atli setti saman á meðan ég...) sótti gítarinn, fór svo og keypti í matinn, grillaði ofan í Helgu, Alex, Nínu, Þóru, Atla, Karen og Hlyn á nýja grillinu.
Laugardagurinn fór í afslöppun og roadtrip til Grindarvíkur. Við skelltum okkur í Bláa Lónið og Hlynur var ekki alveg að kyngja því að þurfa að vera með handakúta... en reglur eru reglur og þegar maður borgar svona rosalegt verð fyrir að synda í grunnu og skítugu vatni þá er vissara að fara að settum reglum! :þ Grilluðum svo hammara í kvöldmat (á nýja grillinu að sjálfsögðu) sem voru súperfæn.
Í dag er stefnan svo sett á lærdóm og ég ætla að reyna að vera búinn með lærdóminn um miðja viku af því að við félagarnir í Nó-pí erum að fara að debjúta í borg óttans um næstu helgi. Já, það er rétt... Ég, Villi og Tobbi erum að fara að spila á Cafe Victor á föstudaginn komandi og það verða tilboð á barnum og geðveik tónlist ;)
Læt ykkur betur vita þegar nær dregur...
Lag dagsins er 'Let's put some shrimps on the Bar-B' með Outback Mayfair
Á föstudaginn síðasta fór ég í Tónastöðina til þess að kaupa mér gítar í ammælisgjöf. Þetta er ótrúlega fallegur Art & Lutherie 12 strengja kassagítar; Antique burst. Þegar ég kom og sótti hann var hann á sínum stað í 6-gítara-standi með gulum post-it miða á milli strengjanna sem á stóð: Frátekinn, Óli Örn Atlason og símanúmerið mitt. Ég tek hann og fer með hann að afgreiðsluborðinu til Leibba Djass til þess að borga fyrir hann. Þá segir Leibbi mér söguna.
Á föstudeginum langa brutust einhverjir óprúttnir náungar inn í Tónastöðina með því að keyra á einn glugga búðarinnar. Þeir fóru inn og tóku alla gítarana á þessum sama standi... nema minn!!! Að öllum líkindum tóku þeir hann ekki vegna post-it miðans sem var á honum af því að á honum stóð FRÁTEKINN!!!
Ég var alveg frá mér numinn af þessari sögu og þetta á bókað eftir að gera þennan gítar verðmeiri í mínum augum. Ég þekki enga glæpamenn... eða allaveganna ekki glæpamenn sem myndu gera nokkuð svona lagað... og ég vona að hann hafi ekki verið skilinn eftir af því að þeir þekktu mig! En talandi um klikkaða sögu!!! Alveg ótrúlegur fjandi. Samt sem áður fékk ég nokkra blóðdropa í kaupbæti sem eru á hausnum á gítarnum og Andrés (eigandi Tónastöðvarinnar) fékk alla gítarana til baka. Þannig að það var frekar farsæll endir á þessari sögu fyrir alla nema óprúttnu náungana sem hafa að öllum líkindum náðst...
En það er svolítið merkilegt að brjótast inn í hljóðfærabúð og taka nokkra ódýra gítara í staðinn fyrir að taka þá dýru... Í Tónastöðinni er einmitt að finna nokkra á verðbilinu 150 - 300 þúsundkróna gítara... fyrir utan allar græjurnar sem eru þarna. En þeir spá kannski betur í þessu ef þeir gera þetta aftur því að það er auðveldara að bruna í burtu með einn rándýran gítar í stað þess að troðfylla getaway-bílinn af kassagíturum sem taka meira pláss og eru í ódýrari kantinum.
Annars er bara allt gott héðan. Við Karen og Nonni skelltum okkur á Pétur og Matta á fimmtudaginn og þeir eru alveg frábærir! Það er svo gaman að þeim að það hálfa væri nóg. Til aukinnar skemmtunar voru þarna nokkrir kanar þannig að grínið var allt þýtt yfir á ensku fyrir þá annað hvort fyrir eða eftir íslensku útgáfuna þannig að það var hlegið á öllum tungumálum þarna!!! Tónlistin var glæsileg að vanda og Kermit-lagið stóð uppúr... ég hef bara varla hlegið svona mikið í langan tíma!
Föstudagurinn fór í geggjaðan þeyting... Tók 2 viðtöl um morguninn, sótti Hlyn, sótti póstinn minn á pósthúsið sem date-aði aftur til janúar... sótti Atla, sótti Nínu, keypti mér gasgrill (sem Atli setti saman á meðan ég...) sótti gítarinn, fór svo og keypti í matinn, grillaði ofan í Helgu, Alex, Nínu, Þóru, Atla, Karen og Hlyn á nýja grillinu.
Laugardagurinn fór í afslöppun og roadtrip til Grindarvíkur. Við skelltum okkur í Bláa Lónið og Hlynur var ekki alveg að kyngja því að þurfa að vera með handakúta... en reglur eru reglur og þegar maður borgar svona rosalegt verð fyrir að synda í grunnu og skítugu vatni þá er vissara að fara að settum reglum! :þ Grilluðum svo hammara í kvöldmat (á nýja grillinu að sjálfsögðu) sem voru súperfæn.
Í dag er stefnan svo sett á lærdóm og ég ætla að reyna að vera búinn með lærdóminn um miðja viku af því að við félagarnir í Nó-pí erum að fara að debjúta í borg óttans um næstu helgi. Já, það er rétt... Ég, Villi og Tobbi erum að fara að spila á Cafe Victor á föstudaginn komandi og það verða tilboð á barnum og geðveik tónlist ;)
Læt ykkur betur vita þegar nær dregur...
Lag dagsins er 'Let's put some shrimps on the Bar-B' með Outback Mayfair