<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 11, 2006

That's just the way some things are... 

Ég er orðinn sjúkur í Thundercats! Skil það ekki... nostalgíufílíngur dauðans. Mig langar til þess að kaupa mér alla seríuna á DVD til að eiga... 130 þættir takk og bless!

Ég er byrjaður í "páskafríi" og set það innan gæsalappa því að ég þarf að vera duglegur að læra... fyrstu skil eftir páska er 18. apr, 2 verkefni viku seinna og fjórði pakkinn í byrjun maí.

Hlynur fór í páskafrí á föstudaginn... hann er búinn að koma með mér í þrjá tíma í háskólanum. Hann fer að verða kominn með setu í háskólanum sem samsvarar kannski einum þriggja eininga áfanga! Hehehe... það verður honum reyndar ekki til framdráttar... hvernig sem litið er á það.

Helga, Alex og Nína koma á fimmtudaginn. Það verður heljarinnar kaffi hjá Magga frænda í tilefni þess.

Við smáfjölskyldan fórum á Ruby Tuesday á sunnudaginn. Gerum það ALDREI AFTUR.
Hvað er málið með það að panta tvær nautasteikur, báðar medium rare og fá aðra rare og hina medium? Einhver combóhúmor í eldhúsinu?!? Þetta hefur kannski verið sérvalið vegna þess að það sést á Hlyni að það vantar í hana eina tönn. Þurrkað kjöt hefur einmitt verið notað á börn í gegnum aldirnar til þess að róa góminn þegar þau eru að taka tennur...

Hvað er málið með að fólk með svona sýnishornahunda fari með þá út um allt?!? Af hverju að eyða 100 þúsund í hund og geta svo ekki skilið þetta við sig? Hálf hallærislegt þegar það er verið að mæta með svona spott á veitingastað (ekki myndi maður mæta með köttinn sinn?) og geyma hann uppi á borði. Það er kannski venjan heima hjá fólki sem á svona hunda en þetta er bara klár dónaskapur við annað fólk sem er komið á veitingastaðinn. Svo ganga þeir kannski örna sinna uppi á borði í veskinu sem þeir eru í... smekklegt fyrir næstu borð...

Svo er eitt enn... nú þegar kosningar eru í nánd þá hreinlega verð ég að kommenta á þetta. Það hefur einmitt verið sérstaklega rætt um fylgi Samfylkingarinnar og hversu hátt það er þrátt fyrir að þau séu ekki enn farin að auglýsa flokkinn. Jæja... fyrsta auglýsingin kom í dag og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ekki það að ég væri að vonast eftir einhverju góðu eða búist við einhverju góðu... það skiptir ekki máli... heldur er ég mjög svekktur hversu ómálefnanleg auglýsingin er. Vissulega er talað um málefni eldri borgara en það fellur algjörlega í skuggann á útlistun á því hversu illa ríkisstjórnin hafi staðið sig og hversu illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig. Af hverju er ekki hægt að vera málefnanlegur og tala um flokkinn sem er verið að auglýsa; hverju hann hyggst berjast fyrir og hverju hann hefur komið í verk?!? Af hverju þarf alltaf að vera að nota svona auglýsingar til þess að drulla yfir aðra? Samfylkingin er nefnd ljóst og óljóst þrisvar sinnum í auglýsingunni á meðan Sjálfstæðisflokkurinn/ríkið er nefnt fjórum sinnum. Mér finnst þetta vera lágkúruleg auglýsing og til þess gerð að koma með undirbeltishögg. Að mínu mati er Samfylkingin byrjuð að sparka í þann sem er liggjandi og ég hefði síður vilja sjá það. Þetta er kannski stemningin í pólitíkinni hérna á Íslandi... draga upp sem mestan skít til þess að klína á hinn svo að manns eigin skítur líti ekki eins illa út þegar hann kemur upp á yfirborðið??? Þau byrjuðu þetta skítkast og nú er ég knúinn af öllum lífs og sálarkröftum að greina auglýsingarnar hjá þeim í rot.

Þú byrjaðir! Nei, þú byrjaðir!! Nei!, Þú byjaðir!!! ÞEGIÐU!!!
Þetta minnir mig á gullöldina í grunnskóla (og jafnvel leikskóla...)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?