laugardagur, apríl 01, 2006
Voðalega er ég feginn...
að rifnar gallabuxur eru ennþá 'leyfilegar'...
Ég þykist nú vita hver það er sem hefur verið að skrifa 'Inni' og 'Úti' dálkana í ákveðnu blaði... Skagamanneskja þar á ferð... en allaveganna... þegar rifnar gallabuxur eru úti þá eru lopapeysur inni... og það kannski um hásumar. Ég hef nú reyndar reifað þessar hugmyndir mínar um hvað það er erfitt að vera fórnarlamb tískunnar áður.
En yfir í aðra sálma... þá er ég voðalega feginn að það er þurrt. Fátt sem ég þoli eins illa og rigning og flugur. Það er reyndar kombineisjon sem fer sjaldan saman, en hænur eru byrjaðar að fljúga... og það er kannski merki um að kjúklingar séu nýju rotturnar... farnar að fljúga á milli landa (næsta skref) til þess að dreifa H5N1 afbrigði flugrottuflensunni.
ég er líka voðalega feginn að allt lítur vel út í 8 vikna skoðuninni sem við skötuhjúin fórum í í gær! Leyndóið revealed!!! Gott 'bít' í hjartslættinum og öll lífsmerki góð. Við sáum litla putta sem líta afbragðs vel út og verða eflaust efni í gítarleikar :)
Við erum búin að ákveða að kíkja ekki í pakkann þó svo að það sé ótrúlega spennandi... en maður verður bara að bíða í 7 mánuði í viðbót. Skv. áætlun er von á glaðningi þann 29. október þannig að þetta er loksins orðið raunverulega.
Ég ætla að smella mynd af sónarmyndinni og skella inn í dag og það getur verið gestaþraut að spotta fingurna.
Meira í dag.
Lag dagsins er Baby what a big surprise með Chicago... snilldarband!
Ég þykist nú vita hver það er sem hefur verið að skrifa 'Inni' og 'Úti' dálkana í ákveðnu blaði... Skagamanneskja þar á ferð... en allaveganna... þegar rifnar gallabuxur eru úti þá eru lopapeysur inni... og það kannski um hásumar. Ég hef nú reyndar reifað þessar hugmyndir mínar um hvað það er erfitt að vera fórnarlamb tískunnar áður.
En yfir í aðra sálma... þá er ég voðalega feginn að það er þurrt. Fátt sem ég þoli eins illa og rigning og flugur. Það er reyndar kombineisjon sem fer sjaldan saman, en hænur eru byrjaðar að fljúga... og það er kannski merki um að kjúklingar séu nýju rotturnar... farnar að fljúga á milli landa (næsta skref) til þess að dreifa H5N1 afbrigði flugrottuflensunni.
ég er líka voðalega feginn að allt lítur vel út í 8 vikna skoðuninni sem við skötuhjúin fórum í í gær! Leyndóið revealed!!! Gott 'bít' í hjartslættinum og öll lífsmerki góð. Við sáum litla putta sem líta afbragðs vel út og verða eflaust efni í gítarleikar :)
Við erum búin að ákveða að kíkja ekki í pakkann þó svo að það sé ótrúlega spennandi... en maður verður bara að bíða í 7 mánuði í viðbót. Skv. áætlun er von á glaðningi þann 29. október þannig að þetta er loksins orðið raunverulega.
Ég ætla að smella mynd af sónarmyndinni og skella inn í dag og það getur verið gestaþraut að spotta fingurna.
Meira í dag.
Lag dagsins er Baby what a big surprise með Chicago... snilldarband!