<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 23, 2006

Hálf feginn en þreyttur... 

á þessu veðri... ég er hálf feginn vegna þess að nú drepast margar þær flugur sem komnar voru á kreik... eins og randafuglinn sem reyndi að komast inn til okkar um daginn... hann sveiflaði vængjunum hægt eins og ufsagrýla (e. gargoil) og sagði: Hleyptu mér inn! Hann togaði í hurðina á móti mér og þegar ég gaf mig ekki þá flaug hann með búkinn utan í húsið hjá okkur nokkrum sinnum þannig að allt skók og hristist! Randafuglinn hefur verið svona tæpir þrír metrar á hæð og rúmlega meter um mittið... hann var frekar illur á svipinn og mér sýndist hann vera með stórt ör yfir andlitið.
Ég hræðist randafugla.

eftir vinnuna... ég er hálf feginn að eiga bara tvær vaktir eftir í frí því að það munaði mjög litlu að það hefði orðið alvarlegt slys á fólki í gær. Ég er búinn að slasast tvisvar á 5 vöktum og ef að það er fyrirboði þess sem koma skal í sumar þá er ég hræddur við að fara í vinnuna. Það er ótrúlega lélegur aðbúnaður hjá okkur þarna og manni er bara ekkert sama... það er búið að vera mikið um óhöpp og slys og seinast í fyrradag tvíhandarbrotnaði einn sem er að vinna í steypuskálanum... á sama stað og ég.

Annars er ég búinn að vera geðveikt þreyttur... er búin með seinasta verkefnið í háskólanum og kominn í frí... það tekur alltaf á svona á seinasta sprettinum. Ég svaf frá 10 til 12... 10 í gærkvöldi til hádegis... 14 tímar... reyndar vaknaði þegar Karen fór í vinnuna í morgun, sprændi og fékk mér eina sígó... skreið svo upp í rúm aftur.

Lag dagsins er sleepy time með Celestial seasons

This page is powered by Blogger. Isn't yours?