<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 28, 2006

Knock, knock... 

-who's there?
Go-an...
-Go-an who?
Go and f*?k yourself!

Knock, knock...
-Who's there?
Smee...
-Smee who?
It'smeagain go and f?*k yourself!!!

Svona hljómaði brandarinn sem sigraði í bandarískri útvarpsbrandarakeppni einu sinni... Góður!

Frábær helgi!
Við Tobbi spiluðum uppá Skaga á Kaffi Mörk í gær. Það var ótrúlega gaman en svolítið erfitt af því að við vorum að spila svolítið langt frá dansgólfinu... það reddaðist samt og skapaðist bara góð stemning. Endilega láta Jóa og Siggu vita ef þið viljið fá okkur aftur uppá Skaga og Villa með... við hreinlega elskum að spila uppá Skaga. Tobbi hafði einmitt orð á því að Akranes væri flottur og skemmtilegur bær... sem er alveg rétt. Sérstaklega þegar Nó-Pí (eða Ó-Pí eins og við vorum í gær) eru að spila á Mörkinni. Það er alltaf gaman að spila fyrir fólk sem maður þekkir og þar af leiðandi er nauðsynlegt að kíkja á okkur á Café Victor næsta föstudag þar sem það er seinasta skipti sem við spilum þar allaveganna næstu 3 vikurnar.

Ég hitti Eddie á fimmtudaginn þegar ég kíkti við á Mörkina. Eddie er breti sem ég er búinn að þekkja lengi og hef ekki séð lengi. Við vorum oft að djamma saman á H-barnum í gamla daga. Frábær gaur... alveg gull af manni... svo þegar kvöldinu var lokið í gær þá hitti ég hann og hann var allur alblóðugur og skorinn í framan. Þá hafði einhver gutti smallað öskubakka á andlitinu á honum!!! Djöfulsins hyski!!! Eddie var allur skorinn í kringum annað augað og mátti ekki muna miklu að það hefði farið illa! En það besta við þessa sögu var að stráknum var kastað út og Eddie fór bara út á eftir honum og kýldi gaurinn beint í andlitið. Eitt högg og gaurinn steinlá. Hann lá víst í smá stund... stóð svo upp... vissi ekki neitt og hljóp svo bara eitthvað í burtu. Búið... útrætt. HAHAHA... fyndið... sense-laust ofbeldi er algjör hálfvitaskapur og sérstaklega þegar fólk þarf að grípa til nálægra hluta eins og bjórglass, öskubakka eða einhvers annars bara til þess að valda sem mestum skaða... sumt fólk hugsar bara ekki neitt! Ofbeldi er náttúrulega bara drasl...

En það var geðveikt gaman þessa helgi... það gekk vel að spila á Café Victor og það skapaðist bara góð stemning. Það voru nokkrir danir þarna og við speluðum Rollo og King fyrir þau... þau voru mjög ánægð. Við Tobbi skrölluðum svo aðeins áfram... en bara aðeins...

Við skelltum okkur svo uppá Skaga á laugardaginn... rótuðum... borðuðum... ég fór í pottinn með bjór og Dooley's... algjör snilld.

Annars bara gott... er að fara að vinna á morgun... hinn og hinn og hinn... svo er ég kominn í frí á föstudagsmorgun. Þá er tiltekt í sameigninni... svo verður brjáluð stemning á Café Victor þar sem Nó-Pí skemmtir fram á rauða nótt!!!

Koma ssssvohhhh!!!
Lifi rokkið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?