<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 07, 2006

Nó-Pí, bitra hjólhýsahyski og litli vísir! 

Við í Nó-Pí spiluðum á Café Victor á föstudaginn og það gekk vel... það voru reyndar ótrúlega fáir... fámennt en góðmennt. En Við eigum að spila næsta föstudag, 12. maí líka þannig að þetta er alveg stemning. Mæta bara næsta föstudag og skemmta okkur og ykkur vel :)

Byrjaði semsagt að vinna á föstudaginn og var kominn heim eftir hálfa vakt. Þegar fiskikarið skall á lærinu á mér fékk ég sting í mjöðmina og hægri rasskinnin dofnaði aðeins... svolítið skrýtið að vera með svona dofna rasskinn... gaman...
En allaveganna... þá er skemmst frá því að segja að lyftarinn sem var notaður í spellvirkið var auðvitað Linde lyftari! Það fáránlegasta við þetta allt saman er að álverði var með nokkra svona lyftara í láni fyrir nokkrum árum en skiluðu þeim öllum eftir að vélvirki lést næstum því eftir að hafa orðið á milli lóðsins (sem er rassinn á lyftaranum, það er lóð til þess að hægt sé að lyfta hlutum að framan...) og járnborðs. Hann fór mjög illa út úr því slysi sá og var frá vinnu í hálft ár minnir mig. Það sem bjargaði honum var að hann var 'vænn' eins og Tommi Rúnar myndi orða það... en að vera vænn er að vera sæmilega vel í holdum.
Svona líta svona drasllyftarar út:


Ástæðan fyrir því að þeir eru svona hættulegir er að fótstigin í þeim eru ekki eins og í venjulegum bílum. Það eru þrír pedalar í gólfinu... til vinstri er AFTURÁBAK, í miðjunni er BREMSA og til hægri er ÁFRAM!


Þetta er bara heimskulegra en allt... vegna þess að þetta er ólíkt öllu öðru sem maður hefur kynnst og þar að auki ef maður er að keyra áfram eða afturábak og sleppir inngjöfinni þá neglir hann bara niður! Þannig að ef þú ert með eitthvað á göfflunum og ert að keyra áfram þá flýgur allt framan af göfflunum. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ SPARA!!! ÞVÍ AÐ MANNSLÍF ERU GREINILEGA ÓDÝR HJÁ ÁLVERINU ÞAR SEM EKKI VAR VERIÐ AÐ HUGSA FYRIR SLYSAHÆTTUNNI ÞEGAR FJÁRFEST VAR Í SVONA DRASLI!!!

Allaveganna... nú er ég í car-pool-i af því að ég fer í vinnuna úr bænum. Ég fór á föstudagsmorguninn út í kerskála til þess að reyna að tala við einhvern í car-poolinu og láta vita að ég myndi hérmeð fljóta með. Hitti þar á einhvern gaur og sagði að það yrði að taka rúnt eftir mér niður í bæ... hann sagði bara nei. Ætlaði greinilega að reyna að vera eitthvað fyndinn af því að hann er sá seinasti sem er tekinn uppí og sá fyrsti sem fer úr... Með draslhúmor og leiðindi. Allaveganna... ég er sóttur hingað heim í gærmorgun klukkan 6:20... GAMAN!!! Helmingurinn af vaktinni er ekki vaknaður þegar ég legg af stað í vinnuna... en ég svaf alla leiðina bara... skemmtilegur ferðafélagi :)
Svo þegar við erum að fara til baka þá kem ég út í bíl klukkan 19:43. Ég sest inn og gaurinn með draslhúmorinn bendir á klukkuna í mælaborðinu og segir:
Ef þú hefðir komið 2 mínútum seinna þá hefðum við verið farnir!
-Nei... þið verðið bara að bíða eftir mér.
Við erum búnir að bíða heillengi og...
-Hvað, voðalega ertu bitur í lífinu... bitur út í allt og alla! Ég kemst bara ekki í sturtu fyrr en að búið að er að leysa okkur af.
Hvað meinaru?
-Þegar það er steypa í gangi hjá okkur þá getum við ekkert farið út í sturtu fyrr en að búið er að taka við af okkur... það er bara ekkert flókið!

Svo sagði hann ekki orð fyrr en að við vorum hálfnaðir inn að göngum... -Veistu hvort að það eigi ekki að koma annar bíll? segir hann við gaurinn sem situr við hliðina á mér í bílnum. Ég brosti allan hringinn af því að ég vissi það að hann var orðinn 5 ára. Bitur.
Svo keyrði hann eins og eldri borgari í bæinn... með teknó á fullu blasti, líklegast til þess að 'hefna' sín á mér... það tókst þannig séð... en ég lét það ekki fara í pirrurnar á mér.
Það frussuðust svoleiðis fordómarnir út um nefið á mér fyrir þessum gaur... þykist alveg vita hvernig gaur þetta er... bitur hjólhýsahyskisgaur!!! Býr í einhverri draslblokk í breiðholtinu sem er alveg að hrynja!!! HYSKI!!! Það eitt að vera bitur, kaldhæðinn og skemmtilegur á svartan-húmors máta en að reyna að spila sig stóran fyrir einhverjum sem maður þekki ekki... NOT GONA HAPPEN!!! Ég FANN UPP Á BITURLEIKANUM og þetta var bara eins og að kenna gömlu eggi að sitja... það er ekki hægt.

Svo þegar gaurinn var loksins farinn útúr bílnum þá sagði ég við þá sem eftir væru að svona yrði þetta bara í sumar... ég væri aldrei kominn út í sturtu fyrr en að það væri búið að leysa okkur af og það væri alveg um 19:30. Þeir hlógu bara að þessum gaur og skildu ekkert hvað hann væri að blása sig út... þeir sögðu að þetta væri nú svosem allt í lagi svo lengi sem maður væri ekki að snurfusa sig eitthvað óþarflega mikið í sturtunni... eins og að setja í sig hárnæringu og eitthvað svona... Við hlógum allir.

Svo spjölluðum við heillengi á leiðinni heim og þá kemur það í ljós að það er fyrrverandi skagamaður sem keyrir bílinn. Ég sagði honum að ég væri Atlasonar Helga Júl úrsmiðar og þá sagði hann:
Nú? Þú ert þá sonur litla vísis! Hann leit á mig og glotti... „afi þinn var alltaf kallaður stóri vísir og pabbi þinn litli vísir. Eða... afi þinn var ekki kallaður stóri vísir en pabbi þinn var allaveganna kallaður litli vísir.“ Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þetta... mamma... Helga... vissuð þið af þessu?

Lag dagsins er Trailerpark með Blur!!! HANANÚ!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?