<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 10, 2006

Skemmdarvargar og léleg þjónusta! 

Til hamingju með afmælið HELGA SYSTIR

Mér varð hugsað til ákveðins ungs manns áðan þegar ég rétt gluggaði í Fréttablaðið:
„Lögreglufréttir - Akranes
Tveir ungir drengir skemmdu tíu bíla á leið sinni heim úr skóla á Akranesi á dögunum. Þeim datt í hug að taka upp stein og rispa þá bíla sem þeir gengu framhjá. Lögreglan hefur fengið tilkynningar um tíu bíla sem drengirnir skemmdu á heimleiðinni.“

Þegar Atli bróðir var bara ponni (5 eða 6 ára) þá tóku þeir sig til þrír saman og settu sand í bensíntankinn á mjólkurbílnum sem lagt var fyrir neðan húsið hjá okkur. Ástæðan fyrir því var sú að líklega hafa þeir tekið það inn á sig þegar nágrannar hafa í hálfum hljóðum kvartað yfir veru bílsins þarna þar sem hann væri fyrir því útsýni sem var í boði. Það er ótrúlegt hvað krakkarnir eru næmir fyrir því sem fullorðna fólkið segir. Sem betur fer voru þeir flokkaðir sem óvitar og var þetta því tryggingamál.
En það er aldrei rétt að skemma eignir og sérstaklega eignir annarra... því ætla ég að vona að þessi óprúttnu náungar sem rispuðu bílana á leiðinni heim úr skólanum hafi bara verið óvitar...

Samt er ótrúlega skemmtilegt að hugsa til þess að ég hef haft í hótunum að „lykla“ þá bíla sem lagt er í stæði fyrir fatlaða og það er því mjög meðvituð ákvörðun hjá mér. Það er nú lítið meira en árin sem myndu skilja okkur óvitana að ef ég tæki upp á því að 'púlla sama stönt' og ég gæti að öllum líkindum ekki borið fyrir mig að ég væri bara óviti... eða haldinn stundarbrjálæði (held að það gangi ekki hérna á Íslandi). Þannig að ég yrði gerður ábyrgur fyrir aðgerðum mínum.

Sem minnir mig á það að í gær þegar ég beið fyrir utan 10-11 eftir Karen þá kom þar maður sem var að tala í símann á meðan hann keyrði... á jeppa-pall-bíl og lagði í fatlaða stæðið. Ég sendi honum illt auga og hefði hann komið út úr bílnum áður en Karen kom þá hefði ég hent því í andlitið á honum að það væri ákveðin fötlun að eiga svona jeppa-pall-bíl.

Guð hvað þetta fer í pirrurnar á mér!!! Mér finnst alveg merkilegt að fólk skuli leggja í stæði fyrir fatlaða þegar það eru 5 næstu stæði við hliðina laus!!!

Óviti... stundarbrjálæði... eða hreinn og klár ásetningur... hugsið ykkur tvisvar um þegar þið leggið í bláu stæðin.

HAHAHA... ég var svo bitur að ég kláraði ekki póstinn sem ég ætlaði að gera... Publishaði honum... en ákvað að bæta þessu við... í tilefni biturleikans.

Ég bíð núna spenntur eins og grjón eftir Thundercats, Season 1, Vol. 1 og 2 á DVD sem ég fjárfesti í um daginn. Það er alveg með eindæmum með þessa póst- og tollaþjónustu hérna hvað hún er slök! Ég er búinn að bíða núna í 13 virka daga (16 daga samtals) og ekker bólar á þessu... á Póstinum segja þau að smápakki frá USA taki í mesta lagi 12 virka daga. ÞAU VERÐA KANNSKI ÖLL Á PÓSTINUM BÚIN AÐ HORFA Á SEASON 1 AF THUNDERCATS ÞEGAR ÉG FÆ ÞETTA LOKSINS Í HENDURNAR?!?

Ég fékk senda lampa í magnarann minn að utan um daginn. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað að fyrir 2 sett af lömpum (samtals 6 formagnaralampa og 8 útgangslampa) þá kostaði sú sending $10 frá Washington. Ekki málið... ég tók helminginn úr og sendi hinn helminginn alla leið til Egilsstaða. Sem er ekki frásögu færandi nema að pakkinn er nú helmingi léttari heldur en hann var og það kostaði rúmlega 700 krónur að senda þetta kríli til Egilsstaða. JAFN MIKIÐ OG ÞAÐ KOSTAÐI AÐ SENDA ÞAÐ FRÁ WASHINGTON Í BANDARÍKJUNUM!!!!!!!!!!!!

Guðminnfrigginkristur! EKKI NÓG MEÐ ÞAÐ HELDUR TÓK ÞAÐ JAFN LANGAN TÍMA AÐ SENDA ÞENNAN SMÁPAKKA FRÁ REYKJAVÍK TIL EGILSSTAÐA EINS OG ÞAÐ TÓK HANN AÐ FERÐAST FRÁ WASHINGTON D-FO*?ING-C Í BANDARÍKJUNUM TIL ÍSLANDS!!!

ÞETTA KALLAR MAÐUR ÞJÓNUSTU!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?