<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 31, 2006

Skrópari og ótýndi glæpamaðurinn!!! 

Ég skrópaði aldrei þessu vant á Dúndurfréttir í gærkvöldi... maður hálfskammast sín bara fyrir það! Málið er bara að vinnan er að ganga frá mér dauðum og þetta er í fyrsta skipti sem ég skrópa á eitthvað sökum þreytu. Róbottinn fraus svo geðveikt í gær að ég þurfi fyrst að henda rúmlega 9 tonnum af steypubandinu sem staflaðist upp allt í kringum þar sem ég stóð og svo raðaði ég upp rúmlega 7 tonnum einn í jafnmargar stæður þegar loksins var búið að stoppa steypuna. Í hverri stæðu eru 44 hleyfar sem hver er á bilinu 23-25 kíló! Þannig að ég byrjaði á því að henda u.þ.b. 400 hleyfum af steypubandinu sem er í rúmlega mittishæð og þurfti svo að stafla rúmlega 300 upp aftur... GAMAN!!! Ég var svo búinn í höndunum, öxlunum og bakinu eftir þetta ævintýri að ég náði varla að lyfta sígarettunni upp að munninum eftirá!
Í dag er ég með nettar harðsperrur og á leið í VINNU DAUÐANS!

Pétur, Einar, Matti, Ingi og Óli... ég kem bókað næst (reyndar ekki í kvöld af því að ég er að fara á næturvakt... en þarnæst þá!)

Ég fór svo upp á póstmiðstöð fyrir ofan Ártúnsbrekkuna í dag til þess að sækja pakka að utan og þegar ég kom inn í afgreiðsluna beið ein kona eftir pakkanum sínum. Málið hjá henni var að það var ekki reikningur inní pakkanum þannig að tollurinn þurfti að fá staðfestingu á verðmæti pakkans á einn eða annan hátt svo það væri hægt að rukka hana um toll og vask. Þessi kona hefur verið svona í kringum fertugt og var að fá hannyrða-/prjónadót sent frá Svíþjóð þar sem hún hafði verið fyrir nokkrum dögum. Hún fór inn á heimabankann sinn í tölvunni hjá þeim til þess að prenta út fyrir þau yfirlit af kreditkortinu til þess að sýna fram á hvað þetta kostaði en þá áttaði hún sig á því að hún hafði borgað þetta með reiðufé þegar hún var úti. Það sem hún var að fá sent var ekki til þegar hún var stödd úti þannig að hún borgaði það bara og þau sem áttu búðina voru svo elskuleg að senda þetta til hennar til Íslands um leið og þetta kom aftur í búðina... sem þau hefðu kannski betur getað sleppt?!?
Þegar konan var búin að útskýra fyrir afgreiðsludömunni að hún hefði borgað þetta með cash úti og mundi ekki nákvæma tölu sem hún borgaði fyrir þá kom einn toll-gaurinn fram og bað hana um að koma með sér 'innfyrir'. Toll-gaurinn var klæddur í svarta flíspeysu og merktur í bak og fyrir Tollur, Tollstjóri og ég veit ekki hvað (alveg eins og löggurnar), í samskonar svartar buxur með hliðarvösum eins og löggan er líka í og svo til að toppa þetta allt þá var hann með 'utility-belt'!!! AF ÞVÍ AÐ MAÐUR ÞARF AÐ VERA MEÐ MACE ÞEGAR MAÐUR ER AÐ VINNA INNI Á SKRIFSTOFU TOLLSINS UPPÁ STÓRHÖFÐA!!! Hún var dregin innfyrir og spurð spjörunum úr út í það sem hún var að fá og þessi pakki var álíka stór og 4 DVD myndir!!! HVAÐ ER Í GANGI?!? Það var bara farið með hana eins og ótýndan glæpamann af því að hún var ekki með það á hreinu hvað hún hafði borgað fyrir þetta!!! En þetta eru náttúrulega hættulegustu glæpamennirnir... konur um fertugt sem gætu þessvegna verið heimavinnandi og stunda prjónaskap og hannyrðar!!! Ég er nú bara hissa að tollarinn hafi ekki bara spreyjað mace framan í hana fyrir þessa óvirðingu við yfirvöld hérna á Íslandi!!!

Hún var búin að borga þetta og þetta var ekki til þegar hún var úti... hún hefði ekki verið rukkuð um krónu hefði hún komið með þetta tilbaka með sér... þannig að hún er að reyna að flytja hannyrðadót inn ólöglega og þar með grimmilega að brjóta lög...

SÁ SEM SYNDLAUS ER KASTI FYRSTA STEININUM SEGI ÉG NÚ BARA!!!

En ég er alveg búinn að sjá hvernig þetta virkar núna... þeir sem komast ekki inn í lögguna fara í öryggisþjónustupakkann og þeir sem komast ekki í það (1 af milljörðum) fara í tollinn... þetta er eitthvað svona 'júniform-fettish' hjá þessum bjánum.

En allaveganna... lög dagsins eru öll lög Pink Floyd, Zeppelin, Purple og Heep sem Dúndurfréttir tóku í gær og taka í kvöld. Endilega að skella sér á góða tónleika í kvöld... ég veit að Nonni ætlar að mæta með Mikhá.

Lifi rokkið!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?