<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 21, 2006

Til hamingju Finnland... 

Þetta reyndar afsannaði algjörlega kenninguna um austantjaldspakkann í Júgravisjóninni. Manni finnst þetta bara svo heimskulegt af því að þulurinn Sigmar var alveg með það á hreinu hvert atkvæðin myndu fara hjá mörgum landanna. Þetta er bara orðið þannig að það eru svo margir innflytjendur í mörgum löndum að þeir eru farnir að stjórna útkomu atkvæðagreiðslunni. Það eru engin stórvísindi á bakvið þetta því að innflytjendur í nýju landi kjósa auðvitað sitt heimaland þannig að þetta er ekki einu sinni greiðastarfsemi eins og milli Grikklands og Kýpur. Annars má lesa hér ágætis útlistun á þessu... þeir reyndar skutu á að Bosnía myndi lenda í 1 sæti en lenti í því þriðja... Rússarnir í öðru og Finnarnir rústuðu þessu. Ég er mjög ánægður með að finnar hafi unnið. Mér fannst þetta langflottast hjá þeim af því að þeir voru eins ekta og þeir eru (búnir að vera þessir gaurar í nokkur ár) og auk þess voru þeir ekki að reyna að kaupa atkvæði með nærbuxnasýningu.
Náðuð þið að telja allar nærbuxurnar sem sáust? Sáu þið pissublettinn í einum næronum? Ég segi ekki í hvaða atriði það var en það var í nærbuxum númer 62 sem sáust í keppninni. Nú er bara um að gera að skella sér inn á vef Rúv og horfa á keppnina aftur og skella svo réttu svari í kommentin hér að neðan. Það eru vegleg verðlaun fyrir þann einstakling sem getur upp á réttum nærum og hversu margar þær voru í keppninni sem sáust.

En aftur að finnum... það er því ljóst að það er hægt að koma á óvart og heilla... en það er líka hægt að kúka upp á bak og lykta (nefnum engin lönd)...

Það eru nú uppi einhverjar hugmyndir um að breyta atkvæðagreiðslunni en við höfum að öllum líkindum engar áhyggjur af því vegna þess að við tökum ekki aftur þátt í bráð. Skv. fréttatilkynningu frá Páli Magnússyni hefur verið ákveðið að Ísland hætti þátttöku sinni í Eurovision þangað til að það verður búið að breyta reglunum um atkvæðagreiðsluna og ákveðin reynsla komin á það fyrirkomulag.

Það er ágætt... þá getum við safnað upp pening til þess að eyða í enn eitt floppið.
100 millur brenna fallega þegar það sést í nærbuxur... Við ættum kannski að ganga alla leið næst þegar við tökum þátt og vera bara með naktan kvenmann á sviðinu... og kannski smá klám í bakgrunninum... bara til þess að vera ekkert að ýja að þessu... sýna þetta bara í sinni réttri mynd!

PornoVision!!!

Til hamingju aftur finnar fjær og nær...
Lag dagsins er Hard rock Hallelujah með finnska skrímslarokkbandinu Lordi

This page is powered by Blogger. Isn't yours?