<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 26, 2006

Ótrúlega gaman! 

Við kærustuparið og Nonni frændi skelltum okkur á Pétur, Matta og Einar á Café Victor í gærkvöldi. Þröstur 3000 sendi mér sms um að mæta í góða skapinu og ég lofaði honum að ég myndi mæta ber að neðan og biðja alltaf um sama óskalagið aftur og aftur og aftur... sem ég gerði ekki. Hann reyndar krafðist þess að ég skellti mér úr að neðan þegar aðeins var liðið á kvöldið... sem ég gerði ekki :þ

Hommatríóið kölluðu þeir sig og spiluðu helling af lögum sem ég hef ekki heyrt síðan ég var á pre-gelgjunni... 18 and life með Skid Row stóð algjörlega uppúr og ég flaug til baka í herbergið mitt uppi á Reynigrundinni þar sem ég lá uppí hvíta rúminu mínu með svampdýnunni og hlustaði á Skid Row af kasettu. Sejétturinn... ég man nákvæmlega eftir þessu... kasettan var meira að segja glær með hvítum stöfum!
En það var geðveikt gaman í gær og ótrúlega skemmtilegt að sjá og heyra í svona færum tónlistarmönnum. Það er til dæmis geðveikur munur þegar þeir þríradda og spila allir undir... ótrúlega kúl. Einar er mjög góð viðbót við Pétur og Matta þó svo að ég viti ekki hvort að þetta verði svona alltaf í framtíðinni hjá þeim. Það væri gaman.

Dúndurfréttir eru að fara að spila á þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. í næstu viku! Ég hélt að ég væri að fara á næturvaktir en verð á dagvöktum þannig að ég kemst á tónleikanna þeirra! Skemmtilegt þegar maður fattar eitthvað svoleiðis!

Annars er bara skemmtileg helgi framundan... við Villi og Tobbi erum að spila í kvöld á Café Victor og við vonumst til þess að flestir mæti... af því að það er fátt skemmtilegra en að spila góða mússík og sjá andlit í salnum sem maður þekkir.

Við verðum svo á Kaffi Mörk á Akranesi á morgun, laugardag, en það er reyndar óvíst hvort að Villi komist það kvöld.

Annars er ég bara í góðum gír...
Lag dagsins er 'Fly to the angels' með 'Slaughter'!
Ég meina... hversu eitís er þetta?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?