<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 01, 2006

Working-Mob!!! 

Til hamingju með daginn í dag verkalýður!
Þetta er nú reyndar með neikvæðari orðum sem finnast um eina þörfustu stétt samfélagsins. Ekki það að ég ætli eitthvað að reyna að breyta því... en samt vil ég benda á þetta í tilefni dagsins og hvet alla til þess að reyna að finna eitthvað skárra orð yfir þetta... Verka-skrýll er ekki að ganga og ekki heldur Verka-hópur-fólks (til þess að mismuna ekki eftir kyni...). Spáið í þessu...
Lag dagsins er Working class hero með meistara John Lennon og að sjálfsögðu Nallinn:

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu við brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag-
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.

Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?