<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 04, 2006

Af lyklum og skrímslum... 

Föstudagskvöldið var frábært á Café Victor... Við spiluðum til klukkan að verða 2 af því að það var svo geðveikt gaman. Góð stemning, fallegt fólk og ótrúlega gaman. Nonni hennar Ásdísar var þarna og ég er viss um að hann fái okkur sem band þegar hann loksins skellir sér á skeljarnar... ef hann er ekki þegar búinn að því! (bara svona af því að mig grunar að þau séu bæði skápalesarar) :Þ

Annars erum við félagarnir að fara að spila í brúðkaupi í sumar sem hljómsveit og það format er 'ready and willing' eins og maður segir... ég er náttúrulega gamalreyndur wedding-singer þannig að veislan er ekki málið fyrir okkur.

Þá sjaldan sem ég verð reiður, þá verð ég reiður... Við fórum frá Café Victor á Oliver og skemmtum okkur vel þangað til að Karen lenti í ógeðinu sem var með Breiðina uppá Skaga. Halda karlmenn að það sé virkilega heillandi að vaða yfir kvenfólk með þvílíkum dóna- og perraskap?!? Mér býður við svona mönnum sem eru 'sexual predators' og það er ekki til nægilega ógeðsleg þýðing á þessu orði til þess að lýsa þessum viðbjóði. Kynferðisrándýr kemst ekki nálægt því að lýsa því hvernig þetta ógeð er. Ég hreinlega sá rautt... sem gerist mjög sjaldan og bara þegar gert er á hlut þeirra sem ég elska og eru mér kærir.

Við erum bara búin að taka því rólega um helgina að öðru leyti. Ég fór í smá pabbó í dag í afmælisveislu Arnþórs, sem er sonur Röggu og Sævars... Ég hitti þar barnsmóður Rúnars Magna sem var m.a. með mér í hljónstinni Spartakus back in the day... ég passaði þennan hálfa Skagamann á meðan mamma hans fékk sér af kræsingunum og endaði með því að svæfa krýlið sem er ekki nema 3 mánaða. Besta atriðið í veislunni var samt þegar Arnþór greip væna lúku af súkkulaðikökunni og makaði því yfir hálft andlitið á sér í tilefni eins árs afmælisins. Hann var ótrúlega flottur með súkkulaðikrem frá nefi niður að höku og frá eyra til eyra... flottur gaur!

Kíktum svo á lykil DaVinci áðan og hún er bara alltílæ... skemmtileg pæling og alltaf gaman þegar það eru margir stórleikarar í mynd... alveg eins og Cold-Ass-Mountain sem við sáum í gærkvöldi... en þetta er krúttlegt plott og ég vona bara að hún verði sýnd á Alþingi svo að risaeðlurnar hætti að halda þessari trú á lofti sem stjórnar einu og öllu hérna á klakanum... Hugsiði ykkur samt... í okkar LÝÐRÆÐISlandi erum við nauðbeygð undir ríkisrekna trú (sem við getum reyndar skráð okkur úr...) og skuldbundin til þess að reka sjónvarpsstöð... lengi lifi LÝÐRÆÐIÐ!!!

En lykillinn gengur að skrá og meira ætla ég ekki að segja um þessa mynd til þess að vera ekki með einhvern spoiler...
Lag dagsins er Linger með Cranberries...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?