fimmtudagur, júní 29, 2006
Dúettinn 'Mér er mál!'...
spilar á Café Victor á föstudagskvöldið 30. júní næstkomandi. Nó-Pí er í fríi þar sem að Tobbi og Villi eru fjarri góðu gamni á Hróarskeldu. Það verður hugsanlega frekar róleg stemning framan af þar sem á stefnuskránni eru meðal annars frægir slagarar eftir eitís poppbræðingana í 'Ze Pink Flute'. Slagarar á borð við: Shine on you crazy in the brainhouse Topas, Bread, Comfortably dumb, Wish you were her, Maza, Coming back to death... bara svo eitthvað sé nefnt. Það er einnig aldrei að vita nema að meistaraverkin 'The dark side of ze Mall' og 'The Moon' verði flutt í heilu lagi, í akústískri útgáfu að sjálfsögðu þó svo að bluegrassið verði látið eiga sig að þessu sinni. Við hvetjum alla til þess að mæta og heyra frumflutning á þessum slögurum/verkum í akústískum stíl!
Kómah sóhh!!!!!!!
Kómah sóhh!!!!!!!