mánudagur, júní 26, 2006
Eins og múkki...
Við Tobbi spiluðum bara tveir á Café Victor á föstudaginn seinasta. Villi var fjarri góðu gamni... busy as hell... Það voru frekar fáir en það var samt gaman. Við skemmtum okkur vel.
Ég vaknaði svo á laugardagsmorguninn klukkan 7:30 til þess að renna til Bjarka af því að við vorum að fara að steggja Dabba. Þetta var ótrúlega vel strattað og Bjarki á eiginlega allan heiður af þessari st(g)eggjun. Ég var kominn heim til hans upp úr 8 með prinsessukjólinn, sokkabuxurnar, kórónuna, gítarinn og bjór. Við lögðum svo af stað frá honum þegar klukkan var að verða 9 til þess að hitta restina af steggjagenginu. Við mættum 6 hressir og tilbúnir í slaginn.
Steggurinn var vakinn klukkan 9:30 með vídeókameru, bjór og fullt af gaurum inní svefnherbergi. Það tók hann svolítinn tíma að vakna almennilega en það hafðist áður en dagurinn var hálfnaður. Þess ber að geta að Dabbi var búinn að gefa upp alla von um að hann yrði steggjaður þar sem að hann var ekki tekinn á föstudeginum. Það stóð nefnilega til hjá þeim að fara í útilegu á laugardeginum sem Dísa var búin að 'plana' og til þess að fullkomna lygina þá var hún búin að pakka og allt!!! Vonsvikinn yfir þessu hefur hann líklegast fengið sér einum of mikið kvöldið áður en það kom ekki í ljós fyrr en seinna að hann var SKELÞUNNUR!!! :þ
Hann skellti sér í sokkabuxurnar, kjólinn og skellti kórónunni á kollinn og 'Steggur ársins' borðann yfir öxlina. Tilbúinn í geimið. Við byrjuðum á því að renna til Hafnarfjarðar þar sem Dabbi þurfti að rogast með 'líkkistuna' inn í 10/11 til þess að sníkja klaka. Hann setti rúmlega botnfylli í klakaboxið (sem gengur undir nafninu líkkistan vegna þess hve stór hún er...). Einu hringtorgi síðar var hafist handa við að ÆLA EINS OG MÚKKI!!! Greyið kallinn var ekki kominn ofan í hálfann bjór þegar uppköstin hófust! Það frussaðist eitthvað á sokkabuxurnar en Villi passaði að borðinn yrði ekki fyrir slettunum... :þ
Við keyrðum svo áleiðis út í Reykjanesbæ þar sem við skelltum okkur í Go-kart. Ég var alveg sannfærður um að hann myndir nú hressast við að fá adrenalínkikk í rassinn og overload af fersku lofti í smettið... Við keyrðum í c.a. korter en eftir 2 eða 3 hringi var Dabbi vélarvana á hraðasta kafla brautarinnar... að við héldum... þegar við keyrðum svo framhjá honum hver á fætur öðrum þá sáum við að hann hallaði sér út úr gókartbílnum og ældi eins og múkki! HAHAHA... klikkað fyndið... en honum var ekki skemmt.
Þegar við héldum svo frá Gó-kart-pleisinu þá stoppuðum við einu sinni áður en við komum út á þjóðveg (sem er svona c.a. 100m) og Steggurinn frussaði leyfum gærkvöldsins út um farþegarúðuna og án þess að setja svo mikið sem einn dropa á bílinn sjálfann!!! Þetta kallar maður skills!!!!!!! Við hreinlega skríktum af kátínu afturí þó svo að maður var nú farinn að fá smá samviskubit :|
Við renndum inn í Keflavík og fengum okkur að borða á einhverjum stað niðrí bæ sem er bara svona frístandandi sjoppa og heitir Villa-eitthvað. Það var ágætur ostborgarinn og Torg-borgarinn þó svo að ég hefði eftirá viljað sleppa grasinu sem sett var á brauðið (gras=grænmeti). Við píndum nákvæmlega 3 franskar ofan í stegginn sem vildi með engu móti borða neitt sökum lystarleysis. Villi hafði áhyggjur af því að hann hefði ekki neitt til þess að æla og því væri það orðið hálf pínlegt að horfa á hann... Frá Villa-eitthvað fórum við í apótekið og keyptum verkjalyf... þaðan á yfirgefinn fótboltavöll þar sem við fórum í vítaspyrnukeppni og Dabbi var í marki... það væri nú ekki frásögu færandi nema að hann mátti ekki snúa að okkur og við reyndum að hitta í rassinn á honum. Eftir mörg misheppnuð skot stóð Dabbi uppi sem sigurvegarin með óskaddað rassgat og 2-3 rauða bletti á aftanverðu lærinu.
Bolti í rass er þekktur fyrir að koma blóðinu á hreyfingu og þar með þynnku út úr systeminu þannig að eftir þessa íþróttaiðkun hresstist kappinn aðeins og náði að koma ofan í sig súggulaði og orkustöng. Á leiðinni til Reykjavíkur opnaði hann svo fyrsta bjórinn sjálfviljugur! Hehehe... það var líka kominn tími til... Ég lét hann mér verða víti til varnaðar og ákvað að vera ekkert að sulla í bjórnum fyrr en vel eftir hádegi svo ég yrði ekki með samúðaælupest. Frá Keflavík renndum við út fyrir bæjarmörkin og fórum í Lazer-tag hjá M16 sem var alveg gargandi snilld!!! Við fengum lánaða herbúninga, hjálma og byssur og fórum svo í byssó í skóginum þarna. Þvílíku erfiðin og ég er alveg búinn að sjá það að það er svolítið erfiðara að vera í 'Counter-strike' í real life heldur en í tölvu. Við vorum alveg rennandi sveittir eftir tvo tíma og alveg búnir á líkama og sál. Það er ágætt að taka svona tveggja tíma pakka af því að ég er ekki frá því að maður verði bara þeim mun meiri friðarsinni eftirá því að maður getur vel ímyndað sér hvernig er að vera hermaður og skotinn í tætlur í fullum herklæðum og að burðast með farangur jafnvel líka! Guði sé lof að það er ekki her hérna og herskylda... ég myndiggi nennaðí!!!
Frá M16 renndum við svo í bæinn og fórum á Hótel Loftleiðir þar sem við skelltum okkur í pottinn og fylgdumst með tímatökunni í formúlunni. Flott þarna hjá þeim líka... róleg stemning og flott.
Svo fórum við á Reykjavík Pizza Company þar sem ég smakkaði besta hvítlauksbrauð sem ég hef á ævinni sett inn fyrir mínar varir en annars er alltaf spez að fara á staði sem eru með eitthvað álíka hefðbundið og pizzu og það er ekki hægt að fá eina einustu 'eðlilegu' pizzu án þess að sérpanta hana... en það er allt í lagi... þá sérpantar maður bara. Ágætispizza samt sem áður.
Ég kom svo heim klukkan 9 um kvöldið alveg búinn á því og langaði bara mest að fara að sofa... Ég var reyndar búinn að lofa strákunum að ég kæmi aftur niðrí bæ en ég hreinlega nennti ekki þegar líða fór á kvöldið.
Ég svaf svo á mínu sæla fram á sunnudag og fór svo á næturvakt í gær.
Í morgun sótti ég svo Hlyn og millilenti uppá Skaga til þess að leggja mig í nokkra tíma áður en við feðgarnir fórum alla leið til Reykjavíkur. Þegar þangað kom þá fór ég beint í Tónastöðina og fékk pick-guardið á G&L-inn sem ég er búinn að bíða eftir í næstum því ár!!! En vel þess virði. Sá þar G&L bassa sem er custom-shop og þvílíkt fallegur bassi!!! 120 þúsund fyrir svoleiðis... sem er ekki rassgat fyrir svona fallegan grip!!! En hvort finnst ykkur flottari G&L-inn með gamla (hvíta) eða nýja (tortoise) pickguardinu?!?
Svona leit svo steggurinn út... á milli uppkasta!
Flottur gaur!!!
Ég vaknaði svo á laugardagsmorguninn klukkan 7:30 til þess að renna til Bjarka af því að við vorum að fara að steggja Dabba. Þetta var ótrúlega vel strattað og Bjarki á eiginlega allan heiður af þessari st(g)eggjun. Ég var kominn heim til hans upp úr 8 með prinsessukjólinn, sokkabuxurnar, kórónuna, gítarinn og bjór. Við lögðum svo af stað frá honum þegar klukkan var að verða 9 til þess að hitta restina af steggjagenginu. Við mættum 6 hressir og tilbúnir í slaginn.
Steggurinn var vakinn klukkan 9:30 með vídeókameru, bjór og fullt af gaurum inní svefnherbergi. Það tók hann svolítinn tíma að vakna almennilega en það hafðist áður en dagurinn var hálfnaður. Þess ber að geta að Dabbi var búinn að gefa upp alla von um að hann yrði steggjaður þar sem að hann var ekki tekinn á föstudeginum. Það stóð nefnilega til hjá þeim að fara í útilegu á laugardeginum sem Dísa var búin að 'plana' og til þess að fullkomna lygina þá var hún búin að pakka og allt!!! Vonsvikinn yfir þessu hefur hann líklegast fengið sér einum of mikið kvöldið áður en það kom ekki í ljós fyrr en seinna að hann var SKELÞUNNUR!!! :þ
Hann skellti sér í sokkabuxurnar, kjólinn og skellti kórónunni á kollinn og 'Steggur ársins' borðann yfir öxlina. Tilbúinn í geimið. Við byrjuðum á því að renna til Hafnarfjarðar þar sem Dabbi þurfti að rogast með 'líkkistuna' inn í 10/11 til þess að sníkja klaka. Hann setti rúmlega botnfylli í klakaboxið (sem gengur undir nafninu líkkistan vegna þess hve stór hún er...). Einu hringtorgi síðar var hafist handa við að ÆLA EINS OG MÚKKI!!! Greyið kallinn var ekki kominn ofan í hálfann bjór þegar uppköstin hófust! Það frussaðist eitthvað á sokkabuxurnar en Villi passaði að borðinn yrði ekki fyrir slettunum... :þ
Við keyrðum svo áleiðis út í Reykjanesbæ þar sem við skelltum okkur í Go-kart. Ég var alveg sannfærður um að hann myndir nú hressast við að fá adrenalínkikk í rassinn og overload af fersku lofti í smettið... Við keyrðum í c.a. korter en eftir 2 eða 3 hringi var Dabbi vélarvana á hraðasta kafla brautarinnar... að við héldum... þegar við keyrðum svo framhjá honum hver á fætur öðrum þá sáum við að hann hallaði sér út úr gókartbílnum og ældi eins og múkki! HAHAHA... klikkað fyndið... en honum var ekki skemmt.
Þegar við héldum svo frá Gó-kart-pleisinu þá stoppuðum við einu sinni áður en við komum út á þjóðveg (sem er svona c.a. 100m) og Steggurinn frussaði leyfum gærkvöldsins út um farþegarúðuna og án þess að setja svo mikið sem einn dropa á bílinn sjálfann!!! Þetta kallar maður skills!!!!!!! Við hreinlega skríktum af kátínu afturí þó svo að maður var nú farinn að fá smá samviskubit :|
Við renndum inn í Keflavík og fengum okkur að borða á einhverjum stað niðrí bæ sem er bara svona frístandandi sjoppa og heitir Villa-eitthvað. Það var ágætur ostborgarinn og Torg-borgarinn þó svo að ég hefði eftirá viljað sleppa grasinu sem sett var á brauðið (gras=grænmeti). Við píndum nákvæmlega 3 franskar ofan í stegginn sem vildi með engu móti borða neitt sökum lystarleysis. Villi hafði áhyggjur af því að hann hefði ekki neitt til þess að æla og því væri það orðið hálf pínlegt að horfa á hann... Frá Villa-eitthvað fórum við í apótekið og keyptum verkjalyf... þaðan á yfirgefinn fótboltavöll þar sem við fórum í vítaspyrnukeppni og Dabbi var í marki... það væri nú ekki frásögu færandi nema að hann mátti ekki snúa að okkur og við reyndum að hitta í rassinn á honum. Eftir mörg misheppnuð skot stóð Dabbi uppi sem sigurvegarin með óskaddað rassgat og 2-3 rauða bletti á aftanverðu lærinu.
Bolti í rass er þekktur fyrir að koma blóðinu á hreyfingu og þar með þynnku út úr systeminu þannig að eftir þessa íþróttaiðkun hresstist kappinn aðeins og náði að koma ofan í sig súggulaði og orkustöng. Á leiðinni til Reykjavíkur opnaði hann svo fyrsta bjórinn sjálfviljugur! Hehehe... það var líka kominn tími til... Ég lét hann mér verða víti til varnaðar og ákvað að vera ekkert að sulla í bjórnum fyrr en vel eftir hádegi svo ég yrði ekki með samúðaælupest. Frá Keflavík renndum við út fyrir bæjarmörkin og fórum í Lazer-tag hjá M16 sem var alveg gargandi snilld!!! Við fengum lánaða herbúninga, hjálma og byssur og fórum svo í byssó í skóginum þarna. Þvílíku erfiðin og ég er alveg búinn að sjá það að það er svolítið erfiðara að vera í 'Counter-strike' í real life heldur en í tölvu. Við vorum alveg rennandi sveittir eftir tvo tíma og alveg búnir á líkama og sál. Það er ágætt að taka svona tveggja tíma pakka af því að ég er ekki frá því að maður verði bara þeim mun meiri friðarsinni eftirá því að maður getur vel ímyndað sér hvernig er að vera hermaður og skotinn í tætlur í fullum herklæðum og að burðast með farangur jafnvel líka! Guði sé lof að það er ekki her hérna og herskylda... ég myndiggi nennaðí!!!
Frá M16 renndum við svo í bæinn og fórum á Hótel Loftleiðir þar sem við skelltum okkur í pottinn og fylgdumst með tímatökunni í formúlunni. Flott þarna hjá þeim líka... róleg stemning og flott.
Svo fórum við á Reykjavík Pizza Company þar sem ég smakkaði besta hvítlauksbrauð sem ég hef á ævinni sett inn fyrir mínar varir en annars er alltaf spez að fara á staði sem eru með eitthvað álíka hefðbundið og pizzu og það er ekki hægt að fá eina einustu 'eðlilegu' pizzu án þess að sérpanta hana... en það er allt í lagi... þá sérpantar maður bara. Ágætispizza samt sem áður.
Ég kom svo heim klukkan 9 um kvöldið alveg búinn á því og langaði bara mest að fara að sofa... Ég var reyndar búinn að lofa strákunum að ég kæmi aftur niðrí bæ en ég hreinlega nennti ekki þegar líða fór á kvöldið.
Ég svaf svo á mínu sæla fram á sunnudag og fór svo á næturvakt í gær.
Í morgun sótti ég svo Hlyn og millilenti uppá Skaga til þess að leggja mig í nokkra tíma áður en við feðgarnir fórum alla leið til Reykjavíkur. Þegar þangað kom þá fór ég beint í Tónastöðina og fékk pick-guardið á G&L-inn sem ég er búinn að bíða eftir í næstum því ár!!! En vel þess virði. Sá þar G&L bassa sem er custom-shop og þvílíkt fallegur bassi!!! 120 þúsund fyrir svoleiðis... sem er ekki rassgat fyrir svona fallegan grip!!! En hvort finnst ykkur flottari G&L-inn með gamla (hvíta) eða nýja (tortoise) pickguardinu?!?
Svona leit svo steggurinn út... á milli uppkasta!
Flottur gaur!!!