miðvikudagur, júní 28, 2006
Flottur gaur!!!
Eins og áður hefur komið fram á þessu bloggi hérna hjá mér þá fórum við Steini Hannesar Þorsteins (A.K.A. Steini planta, Steini - Worm Is Green) saman til afa Helga Júl úrsmiðar 6 ára gamlir til þess að láta skjóta í eyrun á okkur. Sú minning bergmálaði í hausnum á mér í dag þegar við feðgarnir fórum í Rhodium til þess að láta skjóta í eyrað á Hlyni! Hann var svellkaldur kall bæði fyrir og eftir og núna finnur hann ekki neitt til!
Það er fyndið að hugsa til þess að lokkarnir voru rétt svo sprittaðir í gamla daga, gerður punktur á eyrað með venjulegum kúlupenna og svo mátti maður setja hring í þegar maður var búinn að bíða í 3 vikur. Núna þarf maður að skrifa undir sjálfsábyrgðarplagg, starfsmaðurinn þvær sér og sótthreinsar á sér hendurnar, skotstæðið á byssunni er einnota og lokkurinn er fastur í því. Svo þarf að sótthreinsa gatið tvisvar á dag án þess að taka lokkinn úr og ef Hlynur ætlar að fá sér hring þá verður hann að bíða í 4-6 vikur eftir að gatið grói...
Svona er nú það...
Lag dagsins er Hero of the day með Metallica
Það er fyndið að hugsa til þess að lokkarnir voru rétt svo sprittaðir í gamla daga, gerður punktur á eyrað með venjulegum kúlupenna og svo mátti maður setja hring í þegar maður var búinn að bíða í 3 vikur. Núna þarf maður að skrifa undir sjálfsábyrgðarplagg, starfsmaðurinn þvær sér og sótthreinsar á sér hendurnar, skotstæðið á byssunni er einnota og lokkurinn er fastur í því. Svo þarf að sótthreinsa gatið tvisvar á dag án þess að taka lokkinn úr og ef Hlynur ætlar að fá sér hring þá verður hann að bíða í 4-6 vikur eftir að gatið grói...
Svona er nú það...
Lag dagsins er Hero of the day með Metallica