<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 28, 2006

Flottur gaur!!! 

Eins og áður hefur komið fram á þessu bloggi hérna hjá mér þá fórum við Steini Hannesar Þorsteins (A.K.A. Steini planta, Steini - Worm Is Green) saman til afa Helga Júl úrsmiðar 6 ára gamlir til þess að láta skjóta í eyrun á okkur. Sú minning bergmálaði í hausnum á mér í dag þegar við feðgarnir fórum í Rhodium til þess að láta skjóta í eyrað á Hlyni! Hann var svellkaldur kall bæði fyrir og eftir og núna finnur hann ekki neitt til!

Það er fyndið að hugsa til þess að lokkarnir voru rétt svo sprittaðir í gamla daga, gerður punktur á eyrað með venjulegum kúlupenna og svo mátti maður setja hring í þegar maður var búinn að bíða í 3 vikur. Núna þarf maður að skrifa undir sjálfsábyrgðarplagg, starfsmaðurinn þvær sér og sótthreinsar á sér hendurnar, skotstæðið á byssunni er einnota og lokkurinn er fastur í því. Svo þarf að sótthreinsa gatið tvisvar á dag án þess að taka lokkinn úr og ef Hlynur ætlar að fá sér hring þá verður hann að bíða í 4-6 vikur eftir að gatið grói...

Svona er nú það...





Lag dagsins er Hero of the day með Metallica

This page is powered by Blogger. Isn't yours?