<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 14, 2006

Kets'up... 

Vúff... búinn að vera fjarri góðu gamni í alltof langan tíma... Summarized:
Lau... Hlynur kom
Sun... Akraborgin
Mán... Roger Waters
Þri... Hljón'star'æíng
Mið... vinna

Laugardagur: Hlynur kom um miðjan dag til okkar hjúa og við fórum að versla... sund á Seltjarnarnesinu... ÓMG! Hvað er málið með það í sundlaugum að klósettið sé alltaf miðsvæðis á milli sturtanna, búningsklefans og að fara út í laug??? Ég er nú frekar pjattaður að eðlisfari... en mér finnst þetta bara viðbjóður! Skvo... maður kemur inn í búningsklefann og klæðir sig úr fötunum. Svo labbar maður í gegnum hland og saur til að fara í sturtu. Það þvær maður af sér hland og saur og labbar svo í gegnum hland og saur til þess að fara út í laug... þvær af sér hland og saur í sundlauginni og fer svo uppúr... labbar í gegnum hland og saur áður en maður fer í sturtu... þvær af sér hland og saur og labbar svo í gegnum hland og saur, tekur handklæðið sitt og þurrkar sér alls staðar nema undir fótunum... labbar svo inn í búningsklefann, að fataskápnum og dreifir því hlandi og saur um allan búningsklefa sem blandast svo saman við allt hitt hlandið og saurinn í eina súpu sem maður tekur svo með sér heim í sokkunum... SMEKKLEGT!!!

Sunnudagur: Við feðgarnir ákváðum að skella okkur í eina salíbunuferð með Sæbjörginni... A.K.A. Akraborginni. Ég fékk þvílíkan nostalgíufílíng og upplifði mig sem táning aftur... Gleymi seint þeim fjölmörgu ferðum sem ég fór með 'Boggunni' í gamla daga til að hitta mína heittelskuðu... en fyrir þá sem ekki vita þá vorum við kærustupar þegar ég var 13. Þannig að tæknilega séð þá hef ég 'gone back to basics'... einkahúmor... had to be there...
Allaveganna... það var gaman að fara eina ferð með Akraborginni... svona í síðasta skipti (þangað til að næsta sjómannadegi (Seamen/See-men/Semen-day hafið ykkar hentisemi hver sem vill...) Sjómanna-/Sjá-menn-a/Sæðis...). Við feðgarnir nutum veðurblíðunnar hálfa leiðina en bakaleiðina rigndi... týpískt Ísland... veðrabreytingar á 10 mínútna fresti.

Mánudagur: Tónleikar með Roger Waters. Verð aðeins að fá að pústa um það vegna þess að þessir tónleikar kostuðu mig 10 þús. Mér finnst það svolítið skrýtið að ég sé miklu minna eftir 107þúsund kallinum sem fór í að ferðast til Ástralíu til að sjá KISS spila! Plús það að þar voru bara tvær manneskjur fyrir framan mig fyrir framan sviðið þannig að ég sá þá eins close-up eins og hægt var (fyrir íslending á þessum tíma a.m.k.).
Biðröðin var víst bara rugl... ég er feginn að ég er með svona mikið road-rage þar sem að maður hefur þar af leiðandi gott auga fyrir styttri-leiðum... a.k.a. short-cuts. Ég stytti mér semsagt leið framhjá einhverjum þúsundum á leiðina á tónleikana og var kominn í röðina á kristilegum tíma... eða þegar hún var bara út á hálft plan. SEINKA ÞURFTI TÓNLEIKUNUM UM 15 MÍNÚTUR TIL ÞESS AÐ KOMA ÖLLUM INN... Sem er bara bull! Ok... ég var svona 8 metra frá sviðinu í góðra vina hópi nema hvað að það var einhver gaur við hliðina á mér með pabba sínum. Gaurinn var svona 13 ára og GREINILEGA í mútum. Hann kunni textana við öll lögin fyrir hlé og söng óspart með allan tímann!!! Ég borgaði ekki 10 þúsund krónur fyrir að hlusta á tóndaufan og laglausan MEÐ ÖLLU gelgju syngja í eyrað á mér... en svona er þetta stundum... you win some you lose some... það var allaveganna ekki vond lykt af honum! Ég virðist alltaf lenda í einhverju svona crappi... illa lyktandi fólk við hliðina á manni eða þá eitthvað þaðan af verra eins og í þessu tilfelli... ég ákvað samt að segja ekki neitt til þess að 'skemma' ekki fílínginn hans. Ekki gaman að lenda í einhverju drulli á tónleikum sem hafa greinilega skipt hann miklu máli... hann söng meira að segja það hátt að hann yfirgnæfði tónlistina þannig að hann hefur bara borgað til að sjá því honum nægði að syngja með sjálfur... fyrir sig og aðra...
ENÍHÚ... Ég fór frá sviðinu og var kominn þangað ákkúrat þegar hléið byrjaði. Ég er persónulega ekki að fíla hvað Roger Waters er þungur í textagerð og lagasmíðum... hann er með öll heimsins vandamál á herðum sínum orðaði einn það við mig... sem er nokkuð rétt... en að púlla þetta pólitíska stönt fannst mér nú svona svona... það verður gaman að sjá hvaða viðtökur hann fær í USA þegar hann fer þangað... en þetta fannst mér jaðra við einhvern biturleika hjá honum.
Gítarleikarinn sem var lengst til vinstri á sviðinu, þessi sem var eins og klæðskiptingur og notaði bara Telecastera fannst mér vera frekar slappur! Eitthvað show-off freak sem hefði átt að vanda sig meira við að spila heldur en að sýna sig í wife-beaternum sínum og með armbönd eins og litlar skátastelpur kaupa í Ice-in-a-bucket... Þó svo að Telecasterinn hafi stundum hljómað næstum því eins og Strat þá hljómaði hann aldrei nálægt sándinu hans David Gilmour og kemur aldrei til með að gera það. Mér finnst bara hallærislegt þegar einhverjir svona gaurar eru að þykjast vera eitthvað bara af því að þeir eru í bandinu HANS Roger Waters... Einar í Dúndurfréttum hefði rassskellt hann þó svo að hann hefði verið að spila rétthendis!!! Það bara vantaði allan fílíng í þetta... en það er svona þegar prinsessur eru að einbeita sér að kastljósinu í staðin fyrir spilamennskunni... Roger sjálfur klikkaði á nokkrum stöðum en hann er náttúrulega bara mennskur eins og við hin...
113 dB MAX!!! WTF?!?!? Það er bara drasl... við erum að tala um desiBil eða hljóðstyrk öðrum orðum... mér finnst að maður eigi að fara út af tónleikum með smá suð í eyrunum... en ekki að geta rætt við næsta mann á venjulegum raddstyrk á meðan tónleikarnir eru í gangi. Það vantaði semsagt helling uppá sándið að mínu mati og 113dB er bara eins og dugleg þvottavél!!!

OG HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ SVIÐIÐ?!?!? Af hverju er ekki hægt að hækka það aðeins til þess að þeir sem borga sig inn á tónleikana sjái nú eitthvað?!? Ef maður væri bara að fara fyrir sándið þá hefði borgað sig að kaupa tónleika á DVD og blasta heima... en maður verður að berja þessi goð augum og það er ekki hægt þegar sviðið er 5cm yfir sjávarmáli og allir heimsins stærstu gaurar mæta á tónleika bara til að vera fyrir öðrum!!! Þetta þarf bara að fixa... ég er líka með nokkrar hugmyndir í viðbót sem gætu lagað tónleikahald í Egilshöllinni þannig að það myndi virka hvetjandi fyrir mann að fara á tónleika þar... þ.e.a.s. að mann myndi langa til að fara aftur! Til að geta séð eitthvað!!!

Ég verð þó að viðurkenna að Dark Side of the Moon var frekar flott... ég heyrði ekki 'off-beat'-in hjá Nick sem rætt var um í Fréttablaðinu en tók hins vegar eftir öllu klikki hjá klæðskiptingnum og einstaka klikki hjá Roger Waters. Ég verð líka að viðurkenna að The Great Gig in the Sky náði sterkum tökum á mér þó svo að tárin hafi ekki runnið í stríðum straumum niður kinnar mínar á meðan ég sveiflaði mér þokukennt í takt við tónlistina með lokuð augun og naut hverrar einustu nótu sem komu frá hljómsveitinni... en það komu nokkur :/

Málið er bara að ég er rosalegur David Gilmour-kall og mér finnst vera miklu meiri fágun, fílíngur og tregi sem hann hefur bara hrikalega flott vald á og sándið hans er bara eins geggjað og það kemur... Ég hefði ekki séð eftir einni einustu krónu hefði þetta verið hann þarna... ég veit það... en fyrir þessa tónleika þá hefði ég viljað borga 7000. Ekki krónu meira... þá hefði ég verið töluvert sáttari... því að fyrir þennan extra 3000 kall þá á maður að fá aðeins meira... það finnst mér. Því að 3000 x 15000 = 45.000.000,- FJÖRTÍUOGFIMMMILLJÓNIR!!!

Ég verð samt að segja fyrir mína parta að Dúndurfréttaliðarnir hafa vaxið ennþá meira í áliti hjá mér eftir þessa tónleika... Telecaster... pfff!

Þriðjudagur: Fór á hljómsveitaræfingu um kvöldið fyrir brullaupið hjá Svabba og Þórey á laugardaginn komandi og þetta var frekar stutt æfing... við æfðum þarna upp einhver 10 lög með því að byrja bara á þeim... svo bara: „pfft! Skítlejétt!!!“ Hahahaha... það er samt geðveikur munur að ég veit að allt sem ég þekki, þekkir Villi og Tobbi spilar allt! Sama hvað... við Villi erum náttúrulega alveg frá sama tímanum og tónlistinni... og Tobbi kann bara allt... þannig að það gengur alveg perfectly! Gaman samt að vera kominn í band af þessu kaliberi þó svo að við séum bara tríó... mér finnst ég vera svo góður á gítaR!
Fyndið samt... var að spila í gegnum Peavey-inn minn og alveg að æra greyin Tobba og Villa þegar ég fattaði það að Clean-volume-ið var á svona 7 og Master-volume-ið á 4!!! Hann fer uppí 12!!! Hahaha... snilldarmagnari og snilldar lampar sem ég er með í'onum... en það er efni í aðra sögu...

Miðvikudagur: Vinna dauðans... Fyrsta skipti í LAAAAAAAAANGAN tíma sem við vorum 8 í vinnunni (8 er fullmannað) og það var ekkert að gera fyrr en uppúr 1!!! Alveg merkilegur fjandi... en svona er lögmál Murphy's.
Útrætt...

Morgun... vinna eins og rotta... og svo frí í sólarhring...
Later... þið verðið hvorteðer fimm ár að lesa ykkur í gegnumidda! HAHA...
Lag dagsins er The Great Gig in the Sky með Pink Floyd.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?