mánudagur, júní 19, 2006
Til hamingju konur og þrígifting...
Til hamingju með daginn í dag konur! Í staðinn fyrir að fara í sveittu bleiku skyrtuna mína (sveitt síðan á laugardag) í dag ætla ég bara að vera með bleikar hugsanir ykkur til heiðurs. Held að mér líði betur með það heldur en að vera í haugskítugum fötum...
Laugardagurinn fór allur í rót og brúðkaup. Ég stillti upp fyrir okkur Villa og Tobba, græjunum í Miðgarði þar sem við lékum fyrir dansi í brúðkaupsveislu Svavars og Þóreyjar. Guði sé lof að ég sé ekki trommari af því að það er eitt það leiðinlegasta sem ég get hugsað mér að róta trommusetti...
Ég söng tvö lög í kirkjunni og það tókst bara nokkuð vel, reyndar alvanur því að vera wedding-singer í Akraneskirkjunni þar sem að ég var í gospelkórnum í rúmlega ár og söng slatta af einsöng með honum. Þess ber líka að geta að ekkert af þeim brúðhjónum sem ég hef sungið í kirkjunni hjá hafa skilið... þannig að ég get ennþá flokkast sem lukkudýr brúðhjóna :)
Þórey býr að góðu fólki og það sannaðist ennþá betur í kirkjunni þegar hún var þrígift. Fyrst var hún gift Svavari, síðan Svani bróður sínum og að endingu Ingþóri pabba brúðgumans! :þ En presturinn lagði samt bara blessun sína og bróður Jesú yfir heilagt hjónaband hennar og Svavars. Smá klikk hjá prestinum en það sýnir bara mennsku hliðina okkar. Okkur var að minnsta kosti skemmt í kirkjunni.
Brúðhjónin voru ótrúlega krúttleg og sæt í kirkjunni sem og allan daginn þó svo að Svavar hafi verið dreginn í kirkjuna... í orðsins fyllstu! Bíllinn sem hann kom á bilaði eitthvað og var það ráð tekið að draga bílinn bara :D Svo voru þau dregin í brúðkaupsveisluna sjálfa. HAHAHA...
Það er gömul hjátrú eða þjóðtrú að veðrið á brúðkaupsdeginum segi til um hvernig hjónabandið eigi eftir að vera. Samkvæmt því þá hef ég búið til veðurlýsingu fyrir brúðhjónin: Gengur á með skúrum, léttskýjað og skyggni ágætt. Styttir upp þegar líða tekur á og lægir. Hlýnar þegar líður á kvöld og birtir til. Hiti 37-38°C og blíða í Grennd.
Við renndum svo við heima hjá múttu áður en við fórum í veisluna sjálfa, aðallega til þess að ná í gjöfina en áttuðum okkur svo á því þegar við gengum inn á Miðgarði að það var einmitt gjöfin sem við gleymdum heima. Við komum henni bara til skila daginn eftir og vorum ekkert litin hornauga fyrir það :þ
Veislugestir biðu spenntir eftir að brúðhjónin kæmu í sína veislu en biðin drógst svolítið vegna þess að það þurfti að draga þau í veisluna. Þau sem höfðu komið fyrst upp að Miðgarði voru búin að standa í dágóðan tíma fyrir utan með grjón í lófunum og svo þegar hjónakornin komu rigndi yfir þau grjónagrautskekkir sem voru búnir að sjóða í lófunum í dágóða stund. Enginn slasaðist.
Bjössi veislustjóri fór á kostum og maturinn var æði!
Við félagarnir spiluðum svo í 2 klst fyrir troðfullu dansgólfi. Brynja úr Idolinu tók með okkur 5 fyrstu lögin og svo héldum við áfram þangað til að allir voru orðnir sveittir og rjóðir í kinnum. Geðveikt gaman og geðveikt stuð!
Svo verðum við Nó-Pí á Café Victor föstudaginn 23. júní næstkomandi syngjandi sveittir frá 11-01eðaeitthvaðlengur og það verður ógislah gaman!!!
Lag dagsins er You are so beautiful með Joe Cocker fyrir brúðhjónin nýgiftu; Svavar og Þórey (en fyrir þá sem ekki vita þá getur 'you' líka verið í fleirtölu).
Laugardagurinn fór allur í rót og brúðkaup. Ég stillti upp fyrir okkur Villa og Tobba, græjunum í Miðgarði þar sem við lékum fyrir dansi í brúðkaupsveislu Svavars og Þóreyjar. Guði sé lof að ég sé ekki trommari af því að það er eitt það leiðinlegasta sem ég get hugsað mér að róta trommusetti...
Ég söng tvö lög í kirkjunni og það tókst bara nokkuð vel, reyndar alvanur því að vera wedding-singer í Akraneskirkjunni þar sem að ég var í gospelkórnum í rúmlega ár og söng slatta af einsöng með honum. Þess ber líka að geta að ekkert af þeim brúðhjónum sem ég hef sungið í kirkjunni hjá hafa skilið... þannig að ég get ennþá flokkast sem lukkudýr brúðhjóna :)
Þórey býr að góðu fólki og það sannaðist ennþá betur í kirkjunni þegar hún var þrígift. Fyrst var hún gift Svavari, síðan Svani bróður sínum og að endingu Ingþóri pabba brúðgumans! :þ En presturinn lagði samt bara blessun sína og bróður Jesú yfir heilagt hjónaband hennar og Svavars. Smá klikk hjá prestinum en það sýnir bara mennsku hliðina okkar. Okkur var að minnsta kosti skemmt í kirkjunni.
Brúðhjónin voru ótrúlega krúttleg og sæt í kirkjunni sem og allan daginn þó svo að Svavar hafi verið dreginn í kirkjuna... í orðsins fyllstu! Bíllinn sem hann kom á bilaði eitthvað og var það ráð tekið að draga bílinn bara :D Svo voru þau dregin í brúðkaupsveisluna sjálfa. HAHAHA...
Það er gömul hjátrú eða þjóðtrú að veðrið á brúðkaupsdeginum segi til um hvernig hjónabandið eigi eftir að vera. Samkvæmt því þá hef ég búið til veðurlýsingu fyrir brúðhjónin: Gengur á með skúrum, léttskýjað og skyggni ágætt. Styttir upp þegar líða tekur á og lægir. Hlýnar þegar líður á kvöld og birtir til. Hiti 37-38°C og blíða í Grennd.
Við renndum svo við heima hjá múttu áður en við fórum í veisluna sjálfa, aðallega til þess að ná í gjöfina en áttuðum okkur svo á því þegar við gengum inn á Miðgarði að það var einmitt gjöfin sem við gleymdum heima. Við komum henni bara til skila daginn eftir og vorum ekkert litin hornauga fyrir það :þ
Veislugestir biðu spenntir eftir að brúðhjónin kæmu í sína veislu en biðin drógst svolítið vegna þess að það þurfti að draga þau í veisluna. Þau sem höfðu komið fyrst upp að Miðgarði voru búin að standa í dágóðan tíma fyrir utan með grjón í lófunum og svo þegar hjónakornin komu rigndi yfir þau grjónagrautskekkir sem voru búnir að sjóða í lófunum í dágóða stund. Enginn slasaðist.
Bjössi veislustjóri fór á kostum og maturinn var æði!
Við félagarnir spiluðum svo í 2 klst fyrir troðfullu dansgólfi. Brynja úr Idolinu tók með okkur 5 fyrstu lögin og svo héldum við áfram þangað til að allir voru orðnir sveittir og rjóðir í kinnum. Geðveikt gaman og geðveikt stuð!
Svo verðum við Nó-Pí á Café Victor föstudaginn 23. júní næstkomandi syngjandi sveittir frá 11-01eðaeitthvaðlengur og það verður ógislah gaman!!!
Lag dagsins er You are so beautiful með Joe Cocker fyrir brúðhjónin nýgiftu; Svavar og Þórey (en fyrir þá sem ekki vita þá getur 'you' líka verið í fleirtölu).