<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 27, 2006

The winds of change... 

Já... allt er breytingum háð... tímarnir breytast og fólkið með...
Ég sagði upp í álverinu í dag. Mínum tíma hjá þessu fyrirtæki er bara lokið og ég get loksins kvatt það án mikillar eftirsjár. Fyrir það fyrsta er þetta vaktakerfi alveg glatað... sérstaklega þegar maður vinnur næstum því helmingi fleiri helgar heldur en maður gerði á hinu vaktakerfinu auk þess að þetta er bara ekki manneskjulegur staður lengur. Þegar ekkert er gert fyrir starfsfólkið til þess að reyna að bæta starfsandann þó svo ekki sé minnst á starfsöryggið þá getur maður bara sagt takk og bless.

Það sem flest starfsfólkið þarna virðist ekki vita að ef þau eru að nota bilaðar græjur eða sem jaðra við það að vera ónýtar þá er hægt að gera þau ábyrg fyrir því slysi eða fjörtjóni sem það lendir í!!! Gott dæmi um það er deiglubíll með enga framrúðu... svo að það komi nú ekki hnökrar á starfsemina þó svo að það geti nær eingöngu komið niður á starfsfólkinu þá er allt keyrt í botn. Ef þessi einstaklingur sem keyrir svo bílinn og fær ál yfir sig eða eitthvað álíka þá getur hann bara sjálfum sér um kennt... „Þannig er það bara... þú hefðir ekki átt að vera vinna á þessum deiglubíl!“

Allaveganna... ég er með aðra vinnu hjá félagsvísindastofnun í sumar og svo byrja ég í alveg hreint æðislegri vinnu í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu um miðjan ágúst. Þvílíkt frábært krefjandi og spennandi starf. Ég fór í atvinnuviðtal í gær og var ráðinn innan 10 mínútna! Skrifaði svo undir starfssamning í dag og ég held að starfslokasamningurinn minn hljóði upp á einar litlar 450 milljónir! Sem er náttúrulega bara grín... en námið nýtist náttúrulega í botn og ég hlakka til...

Lag dagsins er platan með Bob Dylan 'The times are a changing'...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?