<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 21, 2006

It's a B-E-A-UTIFUL day! 

Fallegur dagur fyrir okkur kærustuparið í dag þar sem að við fögnum saman árs afmæli! Við erum búin að vera kærustupar síðan 21. júlí í fyrra þegar Karen kom í mat til mín á Eggertsgötu 16 þar sem við búum ekki lengur :) Við erum búin að búa saman hérumbil síðan þá því það hefur varla slitnað slefið á milli okkar í heilt ár!

Margt hefur gerst á þessu ári hjá okkur saman og yfirleitt bara eitthvað fallegt og skemmtilegt. Við byrjuðum samt eiginlega fögnuðinn í nótt, eftir miðnætti þar sem við vorum stödd á Café Victor að berja þá Pétur, Matta og Einar augum. Þeir voru svo elskulegir að spila undir hjá mér þar sem ég söng 'You Are So Beautiful' til minnar heittelskuðu við mikla píkuskrækis-undirtektir :þ Þakka ykkur kærlega fyrir aðstoðina strákar!!! Þegar ég vaknaði svo í morgun tók á móti mér ótrúlega fallegt myndaalbúm sem Karen hafði útbúið ásamt Betu vinkonu sinni. Ótrúlega flott og hrífandi texti við hverja mynd... Svona ykkur að segja þá varð ég pínu 'Verklemt' eins og Linda Richman myndi segja.

Annars er bara gaman að vera ástfanginn þessa dagana. Gott veður, Hlynur á leiðinni, Baltasar frændi kominn í heiminn... þannig að það er margt gott og yndislegt í heiminum. Svona rétt áður en ég klára endanlega að láta ykkur fá sykursjokk þá ætlaði ég að láta ykkur vita að ég og Arnar Sigurgeirs verðum á Café Victor í kvöld frá 11-01 og spilum óskalög unga fólksins og aðrar sjávarperlur... Sjáumst hress og kát í kvöld... Kostar ekkert inn og bjór á tilboði!

Lag dagsins er Beautiful day með ÞÉRLÍKA eða U2

This page is powered by Blogger. Isn't yours?