mánudagur, júlí 24, 2006
Sjaldan vitað annað eins...
Eins og glöggir lesendur bloggsins míns vita þá fæ ég einstaka sinnum 'sólarhringsflensu' sem tekur c.a. viku að losna við. Ég fann fyrir almennum slappleika í gær og í dag er ég eins fárveikur og hægt er að vera held ég. Ég ákvað samt að fara ekki til læknis af því að ég get alveg borgað sjálfum mér fyrir að segja mér að það sé ekkert hægt að gera í þessu. Verð samt að fara á miðvikudaginn ef þetta er ekkert að skána. Ég ákvað samt að prófa nýtt... ég er semsagt að fara í gegnum þessi veikindi mín án þess að taka verkjalyf sökum þess að verkjalyf (paratabs og íbúfen) eru bæði hitalækkandi og ég er með þá flugu í kollinum að ég lengi bara veikindi mín ef ég tek þessi verkjalyf þar sem að líkaminn nái ekki að leiftursjóða þessa bakteríur eins og náttúran segir til um. Ég ákvað samt að reyna ekki að fasta af því að mér líður nógu 'les miserable' fyrir! Ég verð samt að prófa það í góðu tómi einhvern tímann... að fasta þegar maður byrjar að finna fyrir krankleikanum. Líkaminn notar 70% af orku líkamans til þess að melta og í staðinn fyrir að borða og vera að melta allan daginn þá á maður bara að tsjilla undir sæng, drekka FULLT af vatni og svitna eins og svín (en ekki bókstaflega af því að þau svitna undir húðina). Ég er semsagt búinn að liggja í móki í dag og svitna, með kærustuna kolvitlausa af því að hún fær ekki að hjúkra mér.
Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu á morgun því að ég er farinn að finna fyrir eyrnabólgu öðru megin... þannig að sólarhringsflensa hefur eiginlega fengið ný hlutverk þegar snýr að mér... nota sólarhring til þess að gera mig eins fárveikan og hægt er þannig að ég og flestir aðrir hafa sjaldan vitað annað eins!!!
En yfir í léttari sálma þá verðum við Arnar Sigurgeirs að öllum líkindum á Café Victor á föstudaginn komandi... það var ótrúlega gaman seinast og við reyttum af okkur óskalögin eins og við værum á LSD að tæta húðina af okkur!
Nó-Pí er að öllum líkindum officially dautt af því að Villi er með borderline-eitthvað einhversstaðar úti í heimi með einhverjum víkingum að spila á götuhornum og Tobbi er ENNÞÁ á Hróarskeldu.......
Lifi rokkið?
Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu á morgun því að ég er farinn að finna fyrir eyrnabólgu öðru megin... þannig að sólarhringsflensa hefur eiginlega fengið ný hlutverk þegar snýr að mér... nota sólarhring til þess að gera mig eins fárveikan og hægt er þannig að ég og flestir aðrir hafa sjaldan vitað annað eins!!!
En yfir í léttari sálma þá verðum við Arnar Sigurgeirs að öllum líkindum á Café Victor á föstudaginn komandi... það var ótrúlega gaman seinast og við reyttum af okkur óskalögin eins og við værum á LSD að tæta húðina af okkur!
Nó-Pí er að öllum líkindum officially dautt af því að Villi er með borderline-eitthvað einhversstaðar úti í heimi með einhverjum víkingum að spila á götuhornum og Tobbi er ENNÞÁ á Hróarskeldu.......
Lifi rokkið?