<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Annað hvort eða... 

Komst að því í gærmorgun að það er hægt að kjósa í Rockstar: Supernova eftir 7 um morguninn. Fólk þarf því að vakna um eða fyrir 7 og kjósa eins og geðsjúklingar því að þetta verður bara hallærislegt ef Magni lendir í þremur neðstu sætunum í þriðja skiptið í röð.

Fólk þarf reyndar líka að gera upp við sig hvort að það vilji að Magni verði frontur fyrir þetta band. Supernova er búið að spila 2 frumsamin lög í seinustu tveimur þáttum og ég verð bara að segja fyrir mína parta að ég er frekar kominn á það að Magni eigi ekkert að vera að vinna þetta. Þessi tvö lög eru allaveganna það mikið drasl að ég veit ekki alveg hvað gerðist! Lagið sem var frumflutt í gær er eins og einhver second-class endurútgáfa af Minnie the Moocher sem að hljómaði einna fyrst í mynd sem heitir... veit það einhver?

En ef maður hugsar út í það þá eru þetta ekki einhverjir mega-lagahöfundar í þessu bandi heldur ágætis hljóðfæraleikarar... Ég er nú ekki viss um að Tommy Lee hafi samið mikið af lögunum fyrir Mötley Crue, eins og margir gætu nú kannski séð út í þáttunum Tommy Lee goes to College. Ég er alls ekki að segja að hann geti ekki samið lög af því að hann er ekki með stúdentspróf (eins og Leibbi Djass gæti haldið :þ ), heldur hefur fókusinn hans verið einskorðað á kellingar og að komast yfir það(þær).
Skv. www.allmusic.com hafa þeir Jason og Gilby samið sitthvor 20 lögin c.a. og það þykir nú ekki stór pakki í hinum víðfeðma heimi tónlistar. En þeir hafa náttúrulega samið 'hittara' eins og (Gilby): Something's wrong with you, Sorry I can't write a song about you, Kilroy was here og Wasn't yesterday great? sem er einmitt af plötunni Hangover... og (Jason): Flotzilla, Iron tears og She took an axe... bara svo eitthvað sé nefnt.

En ef Magni verður frontur Supernova þá getur hann komið með hittara eins og: Pike is almost a dirty word in icelandic!, He wore make-up (Lukas tribute), We wrote a song together about you... ég sé þetta alveg fyrir mér... þrusu hittarar...

En allaveganna... lag dagsins er nýja Supernova lagið sem var frumflutt í gær... veit ekki hvað það heitir. Kannski heitir það bara: Learn to love it!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?