<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 21, 2006

Can you change me? I want more... 

Famous last words... Áður en ég fór í söluferðina mína upp á Akranes í gær þá stoppaði ég við og tók bensín við Kringluna. Á meðan ég smjattaði á pulsu kom ferðamaður sem ætlaði að taka bensín og var ekki viss um að hann þyrfti að skipta fimmþúsund kallinum til þess að geta sett í sjálfsalann. Strákurinn sem var að afgreiða sagði að hann gæti notað fimmarann og túristinn fór aftur út að reyna. Ég heyrði nú reyndar lítið hvað fram fór á milli þeirra en ég ákvað að stökkva út og athuga málið svo að hann færi ekki að kaupa bensín fyrir fimmara og koma svo kannski bara 2 þúsundkalli á bílinn. Maður veit bara aldrei... Ég spjallaði aðeins við hann og það kom fljótt í ljós að hann væri frá Þýskalandi... alveg ótrúlegur hreimur :) Ég kenndi þeim feðgunum aðeins á pumpurnar og svo kláraði hann að dæla. Eftir stutta stund kom hann aftur inn í sjoppuna og hélt á þvílíka búntinu af fimm þúsund köllum og spurði afgreiðslustrákinn: Can you change me? I want more... sagði hann með bros á vör. Svo renndu þau í áttina til Selfoss... með bros á vör og fullan tank... fjölskyldan frá Þýskalandi í annarri heimsókn sinni til Íslands.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?