<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

German sjæsemúví!!! 

Josh og Jill fengu bæði stígvélafar í andlitið í gærkvöldi í Rockstar: Supernova. Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að Zayra skuli ennþá hanga inni en þetta er kannski strategía hjá Súbernófubræðrum til þess að eiga auðvelt spark í næstu viku... maður veit það ekki.

Ég ætla að spá því núna að Dilana, Lukas og Magni komist í 3 seinustu sætin. Það verður gaman að sjá hvort að þessi spá rætist...

Það eru uppi miklar vangaveltur á heimilinu um hvort að það sé Magna nokkuð til góðs að vinna þetta því að þá sé hann svo bundinn þessu bandi. Ég spái því reyndar líka að Supernova eigi ekki eftir að gera nema í mesta lagi 3 plötur. Þannig að hvernig sem fer þá er Magni okkar virkilega búinn að stimpla okkur inn á kortið fyrir eitthvað annað en að lemja fréttamenn og útflutning á lyftutónlist fyrir útfararstofur.

En yfir í aðra sálma... Karen er svo mikið krútt að það hálfa væri nóg... hún er búin að taka við af mér í veikindunum og liggur hérna handónýt og finnst það ekki gaman! Maður þekkir reyndar þessa tilfinningu og ég er mest hissa á því hvað Hlynur var góður hjá okkur þessa viku sem ég lá kylliflatur með bullandi hita, hósta og tilheyrandi. Hann er að koma aftur á sunnudaginn og verður í tæpa viku áður en skólinn byrjar hjá honum. Það verður ótrúlega gaman fyrir mig að hann skuli byrja aftur í skólanum... hehe... það er leikur að læra! Hann á líka eftir að fíla það að hitta aftur skólasystkini sín sem hann hefur ekkert séð af í 3 mánuði... það verður gaman að fylgjast með ástarmálunum hjá honum þróast í vetur...
Við smáfjölskyldan erum búin að vera geðveikt dugleg að lesa í sumar og búin að spæna í okkur bækur um vampírur, Kaftein Ofurbrók og Sólarblíðuna... bara svo að eitthvað sé nefnt... og hlæja okkur máttlaus yfir þessu. Ég mæli sterklega með því að fólk kíki á Kaftein Ofurbrók því að þetta eru einfaldlega algjörar snilldarbókmenntir!!! Sérstaklega stafsetningin þeirra kumpána Georgs og Haraldar í teiknimyndasögunum sem þeir búa sjálfir til... og svo ekki sé minnst á brjálaða fléttubíóið sem er svo brillíant hugmynd að ég á ekki til orð! Við feðgarnir höfum fellt mörg tárin yfir fléttubíóinu í sumar!

Talandi um tár... bros... og takkaskó... Mamma og Þórður leggja formlega af stað í dag með Norrænu á vit ævintýra í kóngsins Köben. Mamma er að fara að læra þar úti og þau verða í a.m.k. ár. Það virðast samt allir vera á því að þau verði lengur þar sem að varla sé annað hægt en að njóta lífsins í námi í Danmörku en það kemur bara í ljós. Ótrúlega gott hjá þeim að skella sér... ungarnir flognir... allaveganna þessir sem eru ekki vængbrotnir :þ (nefni engin nöfn) og þá er lítið annað að gera en að njóta lífsins! Þau koma til Danmerkur á laugardaginn og bruna svo hérumbil beint til Þýskalands til þess að mæta í skírn Baltasar. Góðir og skemmtilegir tímar framundan og hérmeð fáið þið skötuhjú formlega GL&HF frá Rokkaranum!!! Ótrúlega sniðugt að gera þetta bara svona... leigja íbúð í Köben og taka bara bílinn og nokkrar töskur með sér út... ekkert vesen... ef það passar ekki í bílinn þá er það ekki nauðsynjar! Svoleiðis á þetta að vera.

En nóg í bili... ég ætla að skríða uppí til spúsu minnar og passa að hún verði ekki bitin af rúm/vondu pöddunum svo að hún komist nú heilu og höldnu til lægeren í fyrramálið.

Hafið það sem allra best ppl... lifi rokkið...
Lag dagsins er Goin' up the country með Canned Heat

This page is powered by Blogger. Isn't yours?