þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Hann er kominn heim!
Áttum æðislega helgi... ég sótti Hlyn á föstudaginn og við renndum upp á Skaga, borðuðum með Atla bró og gistum svo nóttina þar. Einhvern tímann á bilinu 5-7 vaknaði ég við það að vinstri löppin á Hlyni náði þvert yfir bringuna á mér! Þá var hann kominn það nálægt mér, í tvíbreiðu rúmi að rassinn á honum var upp við upphandlegginn á mér og önnur löppin alveg þvert yfir mig!!! Ótrúlegur gaur. Ég mjakaði honum snyrtilega til hliðar og svo sváfum við út það sem eftir var af nóttunni.
Við fórum svo upp á Leirá þar sem fram fór ættarmót á laugardeginum. Þar voru semsagt að hittast niðjar Júlíusar Bjarnasonar og þarna hefur verið samankomið c.a. 50-70 manns. Ásta, Áslaug og Karen voru þær elstu sem mættu og það var gaman að sjá hvað mætingin var góð. Við röltum frá Heiðarborg niður að Leirá og highlight göngunnar voru án efa tvær sögur, önnur var af Stefáni frænda en í hinni sögunni mismælti sögumaðurinn sig þegar hann var að segja frá því að hann hafi 'veitt' saltfisk sem var í afvötnun en ekki útvötnun. :)
Það voru tónlistaratriði og söngur og það vafðist ekki fyrir okkar fólki þar sem að það er einstaklega mikið um söngvara og hljóðfæraleikara í þessari ætt. Þess ber nú að geta að langafi, Júlíus, var söngmaður og gleðimaður mikill. Þó var Hallfríður langamma ekki gleðikona... sem ég er nú reyndar guðs lifandi feginn!
Svo voru heilgrilluð lambalæri, grafin í jörðu og í alla staði ótrúlega vel að öllu staðið. Krakkarnir fóru í sund og brjáluð stemning þar. Við feðgarnir keyrðum svo í bæinn í hálfgerðum sælu-/þreytumóki og vorum fljótir að rotast þegar við komum heim. Stefnan er svo að reyna að gera þetta á hverju ári, held ég, því að þetta er með eindæmum skemmtileg samkunda. Á sunnudeginu var svo slappað af... plottað smá... og farið svo í afmæliskaffi til Möggu.
En í dag er sérstakur dagur... því að fyrir c.a. 2 tímum síðan lenti Arnar Sigurgeirs á Keflavíkurvelli í flugi FI6?? frá New York með nýjasta beibíið mitt! Ég sparaði mér hvorki meira né minna en 70þúsund á því að versla hann í USA og geri aðrir betur... Þessar myndir eru reyndar bara tækifæris- símamyndir en þjóna sínum tilgangi að svo stöddu...
Er'anni'ggi flottur?!?
Við fórum svo upp á Leirá þar sem fram fór ættarmót á laugardeginum. Þar voru semsagt að hittast niðjar Júlíusar Bjarnasonar og þarna hefur verið samankomið c.a. 50-70 manns. Ásta, Áslaug og Karen voru þær elstu sem mættu og það var gaman að sjá hvað mætingin var góð. Við röltum frá Heiðarborg niður að Leirá og highlight göngunnar voru án efa tvær sögur, önnur var af Stefáni frænda en í hinni sögunni mismælti sögumaðurinn sig þegar hann var að segja frá því að hann hafi 'veitt' saltfisk sem var í afvötnun en ekki útvötnun. :)
Það voru tónlistaratriði og söngur og það vafðist ekki fyrir okkar fólki þar sem að það er einstaklega mikið um söngvara og hljóðfæraleikara í þessari ætt. Þess ber nú að geta að langafi, Júlíus, var söngmaður og gleðimaður mikill. Þó var Hallfríður langamma ekki gleðikona... sem ég er nú reyndar guðs lifandi feginn!
Svo voru heilgrilluð lambalæri, grafin í jörðu og í alla staði ótrúlega vel að öllu staðið. Krakkarnir fóru í sund og brjáluð stemning þar. Við feðgarnir keyrðum svo í bæinn í hálfgerðum sælu-/þreytumóki og vorum fljótir að rotast þegar við komum heim. Stefnan er svo að reyna að gera þetta á hverju ári, held ég, því að þetta er með eindæmum skemmtileg samkunda. Á sunnudeginu var svo slappað af... plottað smá... og farið svo í afmæliskaffi til Möggu.
En í dag er sérstakur dagur... því að fyrir c.a. 2 tímum síðan lenti Arnar Sigurgeirs á Keflavíkurvelli í flugi FI6?? frá New York með nýjasta beibíið mitt! Ég sparaði mér hvorki meira né minna en 70þúsund á því að versla hann í USA og geri aðrir betur... Þessar myndir eru reyndar bara tækifæris- símamyndir en þjóna sínum tilgangi að svo stöddu...
Er'anni'ggi flottur?!?