<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 12, 2006

I'm Egill... the good cock 

Svo mörg voru þau orð... Rakst á jafnaldra Þóru systur áðan og hann er hvorki meira né minna en yfirkokkur á Hótel Holti. Skemmtilegt að hugsa til þess að mamma á líklegast heiðurinn af því að þessi hafi skellt sér í kokkinn ;) veit það reyndar ekki alveg... en samt sem áður þá er ótrúlega skemmtilegt hvað það hafa komið margir ungir góðir kokkar frá Akranesi. Þessi... Siggi Helga, jafnaldri minn sem er í landsliði matreiðslumeistara, Gunni Hó, Gylfi... fullt af góðum kokkum sem koma ofan af Skaga...

Það var nú eitt sinn að Akranes var þekkt fyrir K-in þrjú... Knattspyrnu, Kejéllíngar (kvenfólk) og Kartöflur... það er spurning hvort að það sé bara ekki hægt að skipta út kartöflunum þar sem að ræktin hefur lagst mikið af á þeim bænum og setja kokka í staðinn?

En allaveganna... Hlynur kemur á morgun... þá er hann búinn að vera frá okkur í c.a. 3 vikur í sumar... Hann er að fara á leikjanámskeið alla næstu viku af því að ég byrja að vinna á þriðjudaginn í Hagaskóla sem námsráðgjafi og Karen byrjar á mánudaginn eftir sumarfrí+veikindi :þ
Það verður gaman að fá beibí aftur og svo um þarnæstu helgi ætlum við að skella okkur á ættarmót á Leirá, sem verður mjög gaman. Hljómsveitin 'Family Ties' mun spila... ég held að ég sé í þessu bandi... en það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því :)

Annars... bið ég bara að heilsa í bili. Er að fara að gera prinsessuna mig klára fyrir stórveisluna á Bugðulæk í kvöld. Lag dagsins er Hraðbraut til helvítis með Riðstraumi/Jafnstraumi...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?