mánudagur, ágúst 21, 2006
Þjófóttur?
Fyrsta þjófnaðarmálið er komið upp á nýja vinnustaðinum mínum. Svo virðist sem 2 ungar stúlkur voru numdar á brott öllum til mikils ama. Þannig var mál með vexti að móðir annarar stúlkunnar fór inn á skrifstofu skólastjórans til þess að ræða einhver mál við hann og lokaði hurðinni snyrtilega á eftir sér. Stúlkurnar 2 stóðu á ganginum eins og illa gerðir hlutir þannig að ég bauðst til þess að fara með þær í smá skoðunarferð um skólann. Þegar við erum hálfnuð á rúntinum stekkur mamman niður einn ganginn og lýsir óánægju sinni yfir dóttur sína fyrir að hafa stungið svona af. En þá hafði ég farið með þær í skoðunarferð og ekki reiknað með að þær þyrftu að fara inn á skrifstofuna í kjölfarið á mömmu annarrar.
Þetta leystist allaveganna og stelpurnar vita nú þar að auki hvar þær eiga að fara í stofu á morgun. Gaman að því bara...
Þetta leystist allaveganna og stelpurnar vita nú þar að auki hvar þær eiga að fara í stofu á morgun. Gaman að því bara...