<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Mér finnst... 

Sko... ég var að horfa á Rockstar: Supernova og mér fannst Magni byrja frekar illa og vera frekar vandræðalegur á háu tónunum. Við skulum átta okkur á því að það er ekki það auðveldasta í heiminum að syngja Coldplay-lög. Chris er bara með sollidd rödd sem hann er búinn að rækta í mörg ár. Fyndið að hugsa til þess að þeir hituðu einu sinni upp fyrir Kolrassa Krókríðandi (eða Bellatrix eins og þau hétu í úglöndum). Já, þetta er satt... ye of little faith talið endilega við Kiddu Rokk... hún var á bassa í Bellatrix á þessum tíma. Samt sem áður finnst mér Magni, Storm Large og Jill vera líklegust til þess að fronta þetta band. Mér finnst líka eins og Supernova vilji svolítið fá Magna til þess að taka þetta að sér. Þeir svona einhvern veginn gagnrýna hann ekkert mikið og hann er ekkert svo mikið í sviðsljósinu í þáttunum sjálfum þannig að hann bara skilar sínu og allir eru ánægðir. Gæti samt orðið hættulegt fyrir hann þegar lengra líður... að vera ekki mikið áberandi. Íslensk hógværð, það er málið. Að vera 'cocky' og segja að maður sé kannski svolítið 'cocky' er bara snilld! :) Ég hef mikla trú á Magna og eins og ég hef sagt áður þá vona ég að við komumst á kortið fyrir eitthvað annað heldur en Björk og Sigur Rós... Eina alveg kex og útfararstofulyftutónlist sem er orðin söluvara!

Talandi um það... tónleikar aldarinnar... Sigur Rós að spila á Klambrartúni... ég borgaði 800 kall til þess að vera í bíói á sama tíma og þeir voru að spila. Já, SVO mikið langaði mig ekki til að vera á þessum tónleikum. Það var ekki eins og ég hefði borgað mig inn á mynd sem var góð í þokkabót... ég skellti mér á Opinberun Hannesar eftir Davíð Oddsson sem fær 2.3 í einkunn á IMDB!!!

HAHAHAHAHA!!! Nei, reyndar ekki... en það hefði verið fyndið og ég hefði sennilegast gert það hefði það staðið til boða.

En aftur að Rockstar: Supernova... Mér finnst bæði Storm Large og Jill hafa mjög flotta rödd og örugga sviðsframkomu og mér finnst það skipta meginmáli... þær virðast báðar geta aðlagað sig að flestu sem þær hafa flutt hingað til og það skiptir einnig miklu máli. En Jill var á botninum eftir fyrstu atkvæðin sem kemur kannski ekkert á óvart eftir harða gagnrýni og of-söng á því lagi sem hún tók... það kemur í ljós í kvöld samt hvað gerist.

Saíra (Zayra)... er bara algjört drasl og það verður gaman að sjá svipinn á henni þegar hún loksins áttar sig á því sem Gilby sagði við hana áðan... að hún væri í raun bara ennþá inni í þessu dæmi vegna þess að þeir eru svo spenntir að sjá hvað hún kemur með næst... Þannig að hirðfífl eru ekki alveg dottin úr tísku!

En ég styð Magna í þessu og mér fannst flott að sjá að þeir ætla að senda eftir familíunni hans. Það finnst mér líka vera merki þess að þeir eru á þeim buxunum að halda honum inni og eru til í að gera eitthvað fyrir hann til þess að halda honum að verki. Þetta gæti náttúrulega skapað einhverja gremju meðal hinna keppinautanna... en það er náttúrulega bara málið... þetta er keppni og Magni er að uppskera. Ef maður stendur sig vel... eða að minnsta kosti betur en hinir þá er líkegt að gulrótin stingi upp kollinum fyrr en síðar. Vona það besta og krossa fingur og tær hérna á klakanum. Konan'ans Magna... ef þú lest þetta þá skora ég á þig að koma því til hans að taka eitthvert íslenskt rokklag ef þú skyldir lenda í einhverjum af þremur neðstu sætunum. Svabbi (sem þekkir Magna) stakk upp á Fjöllin hafa vakað og mér finnst það skemmtileg hugmynd. Vinsamlegast komdu einhverjum svoleiðis pælingum inn í kollinn á honum á meðan þið dáist að fyrstu skrefunum saman. Vona samt að þú þurfir ekkert að lenda í þremur neðstu sætunum. Takk fyrir að koma þessu áleiðis :)
Bk,
Rokkarinn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?