<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Nýja vinnan... 

Jæja... dagur 2 í nýju vinnunni... þetta lítur mjög vel og ég er að fíla mig á skrifstofunni minni. Ég er bara í því að setja mig inn í starfið sem ég verð í í vetur og gera mig klárann til að takast á við nemendur og starfsfólk.

Þetta verður bara ljúft held ég... skólinn byrjar svo hjá krökkunum í næstu viku og skólinn minn byrjar svo í þarnæstu viku. Þannig að það er nóg að gera framundan.

Af öðrum hlutum þá er ég orðinn hrikalega pirraður á þessum mótmælendahálfvitum. Þeir gera ekkert annað en að kasta óorði á þetta fólk sem stendur að baki þeim og þeim félagasamtökum sem eru að reyna að vera málefnanleg. Mér finnst að það ætti bara að skjóta þetta lið. Ekki skjóta það alveg... bara kannski í báðar fæturnar og aðra höndina. Mér finnst það bara heimskulegt af þeim að vera að mótmæla einhverju sem verður aldrei breytt héðanaf og skiptir engu máli nema að kosta byggingaraðilana rekstrarkostnað sem íslenska ríkið kemur svo til með að borga. Má þá ekki líta á þessi mótmæli sem ríkisrekin? Og þetta tal um valdbeitingu lögreglunnar... mér finnst þetta bara gott hjá löggunni... taka aðeins á þessum hálfvitum.

Mótmælandi = Atvinnulaus... og nú má því bæta við 'aumingi' fyrir aftan atvinnulaus... Mér finnst bara að þetta fólk eigi bara að fá sér vinnu og hætta að hugsa um eitthvað sem kemur þeim ekki við, geta ekki breytt á neinn hátt og hafa engin áhrif á því að þetta er jú svolítið seint í rassinn gripið að reyna að mótmæla þessu núna.

Svo maður stökkvi nú úr einu rúmi í annað... þá festum við kaup á rúmi í fyrradag... loksins... ég verð guðslifandi feginn að skríða upp í rúm í nótt því að þetta er svo sweet ass rúm að það hálfa væri nóg. Við fórum í draumarum.is og okkur var gefinn 20 þúsund króna afsláttur af 160 cm breiðu rúmi en hefðum kannski fengið 5000 af 150 cm rúmi... þannig að það var ekki um mikið að ræða þegar manni stendur til boða 150 cm og 160 cm á sama verði! Allaveganna... það kemur í kvöld og það verður gaman að sofa loksins í almennilegu rúmi.

Lifi rokkið... bið að heilsa ykkur á þessum heita degi... Plata dagsins er 'Hot in the shade' með Kiss

This page is powered by Blogger. Isn't yours?