<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 02, 2006

Af einu og öðru... 

Afmælisdagur Karenar var alveg hreint frábær! Ég var búinn að plotta þetta í rétt rúma viku og redda öllu á hana frá toppi til táar fyrir hjólaferðina miklu. Við vorum á 1200 kúbika Harley og ég hef btw aldrei keyrt svona kraftmikið hjól áður þó svo að hjólið sem Dabbi fékk uppí BMW-inn á sínum tíma hafi verið svipað kraftmikið og töluvert léttara (Racer). En þar sem að þetta átti að vera skemmtiför en ekki helför/suicidemission þá var ég ekkert að reyna á þolmörk hjólsins og okkar. Ég veit það þó að þetta hjól kemst í 70 kmh í fyrsta gír!
Ég kom semsagt hingað heim eftir vinnu og sótti hana, gallaði hana og svo hélt hún (a.m.k.) út í óvissuna því að hún vissi ekkert hvert við vorum að fara :)
Við lögðum af stað og byrjuðum á því að stoppa á Litlu Kaffistofunni eins og sönnu mótorhjólafólki sæmir þar sem Karen opnaði pakkana frá okkur feðgunum. Næst stoppuðum við á Selfossi þar sem við tókum bensín og héldum svo áfram út á Eyrarbakka. Eyrarbakki er bara með krúttlegustu þorpunum í heiminum og þar stoppuðum við til þess að borða á Rauða húsinu. Ótrúlega skemmtilegur og flottur staður þar sem hægt er að fá MJÖG góðan mat. Það er ekki frá því að við höfum verið litin svolitlu hornauga þegar við komum af því að við vorum hjólafólk :þ Sem er bara krúttlegt... ég veit ekki hvort að það sé bara ég eða... allaveganna fannst mér eins og þegar stúlkan sem afgreiddi okkur var búin að taka við pöntuninni að hún gengi í burtu hugsandi: Ohh... þau eiga aldrei eftir að borga! Hahaha... bara fyndið!
Eftir matinn keyrðum við Þrengslin heim sem er alveg geðveikt flottur staður. Þetta er í fyrsta skipti sem ég keyri þennan veg og það er alveg klikkuð upplifun að fara þarna á mótorhjóli!
Þetta var í alla staði frábær ferð... ótrúlega gott veður og það er greinilegt þegar það eru komin svona mörg hjól í umferðina að fólk er farið að bera miklu meiri virðingu fyrir hjólafólki. Ég tók prófið '99 og það hefur mikið breyst í umferðinni á þessum sjö árum. Mér finnst líka ótrúlega flott menning í kringum hjólin og eiginlega allir sem mættu okkur á hjólum heilsuðu okkur. Þau veifuðu líka til okkar krakkarnir á Eyrarbakka, for that matter, og fyrir vikið leið manni eins og frægri persónu :)

Restin af Þjóðvegi 1 var snilldarakstur á leiðinni heim og það er alveg klikkað að keyra svona inn í sólarlagið á góðu og traustu hjóli með ástina sína haldandi fast utan um mann. Frábær tilfinning.

Við hjóluðum svo aðeins meira í gær áður en ég skilaði hjólinu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við eigum að gera fyrst... 'krúsa' þvert yfir Bandaríkin á hjóli eða fara í siglingu á Karabíska hafinu. Kannski bara bæði!

Þó svo að Karen virðist skelkuð á þessari mynd þá er það ekki raunin... og þessi prófsteinn minn á það hvort að hún myndi halda áfram að þrýsta á mig að fá mér hjól hefur bara styrkt hana í þeirri skoðun. Svona litum við út í gær og í fyrradag... Riddarar götunnar


Lag dagsins er Highway to hell með AC/DC

This page is powered by Blogger. Isn't yours?