<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 14, 2006

Guði sé lof... 

að Magni vann ekki í gær. Skv. mbl.is þá mun Magni þó túra með Supernova og félögum í janúar á næsta ári þó svo að hann hafi lent í 4. sæti. Ég held að það væri flott 'strat' hjá honum að reyna að plata húsbandið hingað heim í eins og eitt gigg. Ég myndi mæta á það. Það er svosem ágætis refsing fyrir Supernova að fá Lukas í lið með sér þar sem að lögin sem þeir hafa samið eru ekki upp á marga fiska... það verður því ágætt að fá einhvern sem málið virðist ekki vera að syngja sem best heldur að vera eins skrýtinn og hægt er. En ég er þó sannfærður um að ef Lukas fengi nokkra söngtíma þá myndi hann ná að beita röddinni ágætlega. Ég er líka sannfærður um það að þeir eigi eftir að leggjast í miklar æfingar og Lukasi til trausts og halds verði raddkennari, að minnsta kosti fyrst um sinn. Það eru allir með svoleiðis og því ættu þeir að vera eitthvað öðruvísi þó svo að þeir séu rokkhljómsveit.

En ég er feginn að þetta er búið og ég er feginn að Magni þurfi ekki að leiða þetta band. Ég er líka feginn að hann sé að koma heim og ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið skemmtileg reynsla fyrir hann.

Það verður gaman að sjá í hvað þeir breyta nafninu á hljómsveitinni og ég var meðal annars að browsa í gegnum netið í gær og sá þar að einhver hélt að bandið ætti að heita eitthvað 'Black'. Í kommentunum á sömu síðu var því skotið fram að það væri nú fyndið ef bandið myndi heita 'Blackout'. Það væri kannski eitthvað eftir höfði Gilby Clarke og það er líka hrikalega fyndið að hugsa til þess að heyra t.d. lagið 'Wasn't yesterday great?' af plötunni 'Hangover' með hljómsveitinni 'Blackout'!!!

Lag dagsins er samt 'Sorry I can't write a song about you' af plötunni 'Rubber' með Gilby Clarke...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?