<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 28, 2006

Ár og öld... 

síðan ég bloggaði seinast... fæ vart að heyra annað heima fyrir :)

Allaveganna... óvissuferð kennaraliðsins á föstudaginn seinasta var ótrúlega skemmtileg. Við fórum Krísuvíkurleiðina inní Grindavík, skelltum okkur í sund og borðuðum læri og með'ðí. Brjáluð skemmtun. Svo þegar ég kom í vinnuna eftir helgi þá lágu myndir af mér með gítar við hönd, í brjáluðum fílíng, á borði inná kennarastofu. Týpískt :þ

Fór reyndar beint heim eftir að við komum aftur í bæinn og lá alla helgina plús mánudag í veikindum. Það var ágætt að taka smá drama maraþon í veikindunum, bara svona til þess að losa ennisholurnar... en við kærustuparið horfðum á Schindler's List og Hotel Rwanda og ef það hreinsar ekki á manni ennisholurnar þá veit ég ekki hvað! Ég held að ég hafi aldrei séð tvær jafngóðar og jafn hátt rate-aðar myndir sama dag áður... það er líka hressandi!

Við fórum svo í bíó á þriðjudaginn og sáum Crank með Jason Statham og SEJETTURINN hvað hún er skemmtileg!!! Það var nú líka eins fkn gott af því að Regnboginn er búinn að hækka verðið uppí 900 kall!!! Hvað er eiginlega í gangi?!? Blóðsugur og híenur!!! Ég ætla rétt að vona að þeir sem ákváðu þessa hækkun geti sofið á nóttunni!!! Þriggja manna fjölskylda fer bara með 5000 kall núna í hvert skipti sem hún fer í bíó ef fólk fjárfestir líka í goslausu kranakóki og ofsöltuðum poppuppsafningi! Ekki reyna að púlla á mig: en þeir eru bara að mæta auknu ólöglegu dánlódi og hafa allan rétt á að hækka verðið. Hey... ég skrifaði þessa bók þannig að þetta virkar ekki á mig. Málið er að nú ætla ég alfarið að boycotta bíóið nema 400 kr. bíóið og ég ætla að fara að hvetja fólk að sækja sér myndefni í auknum mæli á netinu. Mér finnst þetta bara svívirðulegt að fólk skuli finnast þetta í lagi... að rukka svona mikið fyrir eina bíómynd sem maður getur léttilega beðið eftir í 2 mánuði í viðbót og séð svo heima hjá sér... eða jafnvel séð áður en hún kemur í bíó hérlendis með því að niðurhala henni af veraldarvefnum eins og hefur verið hægt margoft! Vil bara minna ykkur á að þessi einokunarpæling tengist öll hér á einn eða annan hátt. Fyrsta dæmið sem mér dettur í hug er t.d. Bad Santa. Hún kemur út í fyrirheitna landinu árið 2003 og skilaði sér ekki í bíó hér fyrr en rúmum tveimur árum seinna af því að 'þeir' gátu ekki troðið henni inn í annars drekkfulla dagskránna í kringum jólin áður og þaráður! Fólki býðst samt ekki að versla hana hérlendis á DVD eða VHS fyrr en að kvikmyndahúsin hafa sýnt þær myndir sem þau vilja sýna og þar af leiðandi erum við tekin tvisvar sinnum, ósmurt, aftanfrá... og þetta er bara eitt dæmi...

Nú þarf ég bara einhvern veginn að selja ykkur þá hugmynd að kvikmyndahúsin séu náttúruspillandi og þá fáum við allaveganna 15.000 manns til að streyma þangað til að mótmæla... eða nei... þau nenna ekki alla leið í kvikmyndahúsin... þau ganga bara um gólf heima hjá sér. Það ætti að vera nóg til að sýna málstað mínum samhug!

Annars fannst mér það besta sem ég hef lesið lengi:

"Fór í eigin persónu alla leið upp að Kárahnjúkum í sumar og þvílík leið maður, 60 kílómetrar frá þjóðveginum og ekkert nema auðn og aftur auðn. Þetta má allt fara á kaf undir vatn fyrir mér, það kemur ekki nokkurt kvikindi þarna uppeftir, aumingja þeir sem verða að vinna þarna."

Og hananú!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?