<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 11, 2006

Singer?... Býrð þú með karlmanni? 

Ég velti því mikið fyrir mér hvort að gaurinn sem býr bein á móti svölunum mínu hafi verið að munda Singer saumavél þegar hann var að sauma gardínurnar í gluggana. Hann sat þarna við eldhúsborðið sitt og mundaði saumavélina af mikilli öryggi þegar hann saumaði hvíta borðann efst á gardínurnar (borðann sem heldur hjólunum sem fara í raufarnar á köppunum fyrir ofan gluggann). Það sem var þó skemmtilegast að sjá var að konan hans sat við sama borð og borðaði makindalega eitthvað úr morgunverðaskál... greinilega ekki í hennar verkahring þar sem karlinn var svona laginn! Þetta er einn af þessum kostum sem prýða karlmenn... að geta saumað saman gardínur og látið þær líta vel út.

Fór í afmæli um helgina sem er ekki frásögu færandi nema að afmælisbarnið fékk svuntu með brjóstum á. Hann var að fíla sig geðveikt og undir restina skapaðist smá umræða um samkynhneigða. Þetta byrjaði þannig að sagt væri að hann yrði líklega kvenmaðurinn í sambandinu. Ég skaut inn í að ég teldi þetta vera algjöra goðsögn að samkynhneigðir skilgreini sig út frá gagnkynhneigðum samböndum... Einhverjir hristu hausinn, yfir samkynhneigð... og umræðurnar héldu áfram. Auðvitað er þetta oft þannig að annar karlinn er t.d. kvenlegri í hegðun heldur en maki hans en það þarf ekkert að þýða að hann sé konan í sambandinu... af því að hann er karlinn í sambandinu! Ég stimplaði mig út úr þessum samræðum með því að segja að þetta snérist að mínu mati ekki um neitt annað en að fólk yrði ástfangið og ef það væri hamingjusamt þá væri það bara gott mál. Þá spurði mig kona þarna: Býrð þú með karlmanni? Mér fannst þetta bara svosem eðlileg spurning í kjölfarið en ég er ekki frá því að þarna hafi verið smá fordómar að baki þar sem að ég setti þetta fram að ég 'teldi' og eitthvað svona. Læt ykkur um að dæma það...
Fannst þetta samt sem áður alls ekki vera óþægileg spurning. Svaraði henni bara eins og maður myndi svara: hvort finnst þér betra... kókapöffs eða seríjós? Ekki það að ég gæti gefið ákveðið greinargott svar við því... eníhú!

Öll umræða er holl... og þó svo að það myndi ekki leiða meira af sér heldur en smá fróðleik um annars 'hinaða' þjóðfélagshópa, eða þá sem ekki eru skápaðir... þá trúi ég því að fólk sýni umburðurlyndi fyrir skoðunum annarra... ja, allir nema sjálfstæðismenn...

En ég er byrjaður á því að skapa víðsýnni og umburðarlyndari 'generation to come' þar sem að Hlynur er mjög meðvitaður um það að það er alveg jafn eðlilegt að maður verði ástfanginn af öðrum karlmanni, að kona verði ástfangin af annarri konu og það er að vera gagnkynhneigður. Þetta er bara allt saman spurning um ást...

Lag dagsins er EKKI It's all love með Supernova!!! Sem er drasl!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?