fimmtudagur, október 19, 2006
Dúndurfréttir og ekki...
Fékk skemmtilega símhringingu í dag. Ég ræddi við mann á Írskum dögum í sumar sem hafði verið vinur Atla pabba. Hann sagði að þeir hefðu oft verið þrír saman (pabbi, Hinrik og Maggi Benni) og það væri nú gaman fyrir mig og Hinrik að hittast. Svo í dag hringdi Maggi Benni í mig. Hann sagði mér að Hinrik væri meira en til í að heyra í mér og spjalla við mig um gömlu góðu dagana og hefði nú eitt og annað að segja mér... prakkarastrik og fleira :)
Ég tók mig svo til og vann svolítið vel frameftir til þess að vinna upp það sem hefur verið að safnast hægt og rólega upp hjá mér og skellti mér svo í heimsókn þegar ég var búinn að vinna næstum því allt af mér. Hinrik Hallgríms og frú tóku vel á móti mér þegar ég kom og ég fékk að heyra mikið af pabba frá því að hann var strákur. Ég sat hjá þeim í einn og hálfan tíma og við ræddum um allt frá jörðu til himins.
Mamma... þau biðja æðislega að heilsa.
Þau voru mjög ánægð með að ég skyldi hafa kíkt svona strax og allaveganna látið sjá mig. Þetta voru skemmtilegar sögur sem ég fékk að heyra af þeirra strákapörum og við gátum hlegið að þessu fram og til baka. Þau sögðust nú eiga einhverjar myndir sem þau ætluðu að grafa upp þó svo að þær væru flestar frá í kringum bílprófsárin hjá þeim félögum. „Við vorum alltaf uppá löggustöð... á hverju kvöldi!“ Þá var verið að taka þá fyrir að vera að keyra á skellinöðrum og keyra próflausa og eitthvað svona :þ
'Stebbi lögga' átti heima í næsta húsi við þá á Krókatúninu og þegar þeir voru 14 og 15 ára að stelast á bíla foreldranna þá sagði Stebbi eitt sinn við þá: „passiði ykkur bara á börnunum“ sem þeir gerðu... og það var ekki meira mál en þá... en það náttúrulega fylgir sögunni að tímarnir voru aðrir þá. Hinrik sagði mér líka frá því að hann hefði fengið sjokk þegar þeir áttu að skila inn sakarvottorði til þess að geta fengið bílprófið og hann bjóst við því að það yrði svo langt hjá honum að hann fengi aldrei prófið. Þeir voru náttúrulega alltaf inná löggustöð og stundum svöruðu þeir fyrir sig þannig að þeim var hent inn í klefa og læst á eftir þeim. Hann reiknaði fastlega með því að þetta væri allt saman skráð og skjalfest og brá mikið í brún þegar sakarvottorðið var svo alveg hreint! Þá höfðu þeir í löggunni líklegast verið að reyna að siða þá og ekkert skráð neitt á þá af því að þetta flokkuðust kannski frekar undir strákapör. En með þeim í bílprófstökunni var miðaldra maður (Jón Landmark að mig minnir) sem varð alveg tjúllaður þegar hann fékk sitt sakavottorð... en á því var eitt afbrot... að hafa hjólað einhverntímann á ljóslausu reiðhjóli á Vesturgötunni! Hann varð alveg brjálaður af því að hann vissi um öll strákapörin hjá pabba og Hinrik en þeir voru með sitt sakavottorð alveg hrein og fín :þ
Gaman að þessu...
En yfir í aðra sálma... þá skoðaði ég hotmailið mitt áðan og þar þykist einhver vera Terri Irwin (ekkja Steve gruggudílsveiðara) þar sem hún er að segja að þau eigi einhverjar milljónir inni á bankareikning í Bretlandi og þurfi að deila þeim með einhverjum af því að hún er að deyja úr krabbameini... kommon... það á bara að núka svona fólk... alltaf eitthvað að reyna að plokka pjénínga af fólki. Hefur fólk ekkert betra að gera... í lífinu???
Það er búið að vera að gera undanfarið en það sem stendur kannski helst uppúr er að ég sat fund um daginn þar sem var pólskur túlkur og þegar pólskan er töluð svona fyrir framan mann í ró og næði þá heyrir maður hana ótrúlega vel og það kom mér svolítið á óvart hvað þetta er flott tungumál. Ég væri til í að læra nokkur orð í pólsku... það gæti bara verið gaman.
Annars heldur bara sama geðveikin áfram... ég er að taka eiginlega alla bekkina í skólanum í lífsleikni, í þessari og næstu viku og það er ótrúlega gaman að finna hvað fyrirlesturinn sem maður er með er fljótur að slípast til... það kannski er bara eðlilegt þegar maður er að taka 2-5 bekki á dag...
Svo fer nú að styttast í að við kokkurinn förum að taka lagið á fimmtudögum... Þröstur er gamalreyndur í 'faginu' og það er skemmtilegt að vita til þess að hann kenndi (að eigin sögn) Einari gítarleikara í Dúndurfréttum/Buff/Egó nokkur grip á sínum tíma þó svo að hann eigni sér ekki þá hæfileika sem hann býr yfir í dag. Ég þarf að spyrja Einar að þessu næst þegar ég hitti hann... kannski þegar ég fer og skipti um lampa í magnaranum hans... hvenær sem það verður nú... Einar?
Eníhú... þetta er orðið ágætt hjá mér í bili... bara svona aðeins að stimpla mig inn eftir nokkra fjarrveru frá öldum bloggvakans.
Lag dagsins er 'Since you've been gone' með Rainbow
Talandi um tónlist... þá er svo ótrúlega mikið af hæfileikaríkum tónlistarkrökkum og hljóðfæraleikum í Hagaskóla að það er alveg geðveikt! Ég er með smá pælingar í gangi sem væri gaman að framkvæma... ég ætla að skoða það aðeins betur... hvort ég geti ekki troðið því í framkvæmd. Það verður svo geðveikt!
p.s. spilaði á dýrasta gítar sem ég hef handleikið, um daginn... Gibson J-185... kostar 300 kejéllíngar hérna heima... Það var skemmtileg tilfinning... ég kaupi mér svoleiðis gítar seinna... þegar ég verð orðinn ríkur!
Svona líta 300.000 kr út:
Ég tók mig svo til og vann svolítið vel frameftir til þess að vinna upp það sem hefur verið að safnast hægt og rólega upp hjá mér og skellti mér svo í heimsókn þegar ég var búinn að vinna næstum því allt af mér. Hinrik Hallgríms og frú tóku vel á móti mér þegar ég kom og ég fékk að heyra mikið af pabba frá því að hann var strákur. Ég sat hjá þeim í einn og hálfan tíma og við ræddum um allt frá jörðu til himins.
Mamma... þau biðja æðislega að heilsa.
Þau voru mjög ánægð með að ég skyldi hafa kíkt svona strax og allaveganna látið sjá mig. Þetta voru skemmtilegar sögur sem ég fékk að heyra af þeirra strákapörum og við gátum hlegið að þessu fram og til baka. Þau sögðust nú eiga einhverjar myndir sem þau ætluðu að grafa upp þó svo að þær væru flestar frá í kringum bílprófsárin hjá þeim félögum. „Við vorum alltaf uppá löggustöð... á hverju kvöldi!“ Þá var verið að taka þá fyrir að vera að keyra á skellinöðrum og keyra próflausa og eitthvað svona :þ
'Stebbi lögga' átti heima í næsta húsi við þá á Krókatúninu og þegar þeir voru 14 og 15 ára að stelast á bíla foreldranna þá sagði Stebbi eitt sinn við þá: „passiði ykkur bara á börnunum“ sem þeir gerðu... og það var ekki meira mál en þá... en það náttúrulega fylgir sögunni að tímarnir voru aðrir þá. Hinrik sagði mér líka frá því að hann hefði fengið sjokk þegar þeir áttu að skila inn sakarvottorði til þess að geta fengið bílprófið og hann bjóst við því að það yrði svo langt hjá honum að hann fengi aldrei prófið. Þeir voru náttúrulega alltaf inná löggustöð og stundum svöruðu þeir fyrir sig þannig að þeim var hent inn í klefa og læst á eftir þeim. Hann reiknaði fastlega með því að þetta væri allt saman skráð og skjalfest og brá mikið í brún þegar sakarvottorðið var svo alveg hreint! Þá höfðu þeir í löggunni líklegast verið að reyna að siða þá og ekkert skráð neitt á þá af því að þetta flokkuðust kannski frekar undir strákapör. En með þeim í bílprófstökunni var miðaldra maður (Jón Landmark að mig minnir) sem varð alveg tjúllaður þegar hann fékk sitt sakavottorð... en á því var eitt afbrot... að hafa hjólað einhverntímann á ljóslausu reiðhjóli á Vesturgötunni! Hann varð alveg brjálaður af því að hann vissi um öll strákapörin hjá pabba og Hinrik en þeir voru með sitt sakavottorð alveg hrein og fín :þ
Gaman að þessu...
En yfir í aðra sálma... þá skoðaði ég hotmailið mitt áðan og þar þykist einhver vera Terri Irwin (ekkja Steve gruggudílsveiðara) þar sem hún er að segja að þau eigi einhverjar milljónir inni á bankareikning í Bretlandi og þurfi að deila þeim með einhverjum af því að hún er að deyja úr krabbameini... kommon... það á bara að núka svona fólk... alltaf eitthvað að reyna að plokka pjénínga af fólki. Hefur fólk ekkert betra að gera... í lífinu???
Það er búið að vera að gera undanfarið en það sem stendur kannski helst uppúr er að ég sat fund um daginn þar sem var pólskur túlkur og þegar pólskan er töluð svona fyrir framan mann í ró og næði þá heyrir maður hana ótrúlega vel og það kom mér svolítið á óvart hvað þetta er flott tungumál. Ég væri til í að læra nokkur orð í pólsku... það gæti bara verið gaman.
Annars heldur bara sama geðveikin áfram... ég er að taka eiginlega alla bekkina í skólanum í lífsleikni, í þessari og næstu viku og það er ótrúlega gaman að finna hvað fyrirlesturinn sem maður er með er fljótur að slípast til... það kannski er bara eðlilegt þegar maður er að taka 2-5 bekki á dag...
Svo fer nú að styttast í að við kokkurinn förum að taka lagið á fimmtudögum... Þröstur er gamalreyndur í 'faginu' og það er skemmtilegt að vita til þess að hann kenndi (að eigin sögn) Einari gítarleikara í Dúndurfréttum/Buff/Egó nokkur grip á sínum tíma þó svo að hann eigni sér ekki þá hæfileika sem hann býr yfir í dag. Ég þarf að spyrja Einar að þessu næst þegar ég hitti hann... kannski þegar ég fer og skipti um lampa í magnaranum hans... hvenær sem það verður nú... Einar?
Eníhú... þetta er orðið ágætt hjá mér í bili... bara svona aðeins að stimpla mig inn eftir nokkra fjarrveru frá öldum bloggvakans.
Lag dagsins er 'Since you've been gone' með Rainbow
Talandi um tónlist... þá er svo ótrúlega mikið af hæfileikaríkum tónlistarkrökkum og hljóðfæraleikum í Hagaskóla að það er alveg geðveikt! Ég er með smá pælingar í gangi sem væri gaman að framkvæma... ég ætla að skoða það aðeins betur... hvort ég geti ekki troðið því í framkvæmd. Það verður svo geðveikt!
p.s. spilaði á dýrasta gítar sem ég hef handleikið, um daginn... Gibson J-185... kostar 300 kejéllíngar hérna heima... Það var skemmtileg tilfinning... ég kaupi mér svoleiðis gítar seinna... þegar ég verð orðinn ríkur!
Svona líta 300.000 kr út: