þriðjudagur, október 03, 2006
Lítið en gott...
af mér að frétta. Brjálað að gera í vinnunni... ég er c.a. 60-70% af vinnutímanum á fundum... sem er mjög spez. Skellti mér í hnit í gær (badminton) en staffið er með leikfimitíma á mánudögum. Við mættum tvö. Það var samt alveg geðveikt... börðum litla kúlu í hálftíma og ég varð rennandi... og að drepast í bæsepnum í hægri höndinni í gær og í dag. Alveg merkilegt...
Annars bara gott... áttum góða helgi með Hlyni og ber hæst að nefna bragðlausu karrísósuna... en það er allt önnur saga.
Annars er ég enn hálf bitur yfir verðinu í bíó... það er reyndar rétt hjá Svabba að maður eigi nú bara að hætta þessu væli... en hvenær verður nóg nóg?!? Hversu lengi eigum við að láta þetta yfir okkur ganga?
Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að búa í samfélagi þar sem skoðun manns skiptir ekki neinu máli og maður er með öllu raddlaus þegar kemur að því að reyna bæta kjör og kosti manns. En þegar samfélagið kemst upp með það að traðka á manni á skítugum skóm þá verður maður undirlægja allt sitt líf.
Bensínverðið er eitt... Það sem er mest svekkjandi við það er að Ríkið er að taka rúmlega 60 kr. á hvern lítra og ég hef ekkert um það að segja hvernig þeir eyða þessum peningum. Dollarinn er 70 krónur en samt er dýrara að fara í bíó heldur en það var þegar dollarinn var um 100 krónur og kvikmyndahúsin 'urðu' að hækka til þess að þetta myndi svara kostnaði. Ég gerði smá verðkönnun fyrir kunningja minn á hljóðfæri um daginn og minnsti munur á nákvæmlega sama hljóðfæri var 70 þúsund krónur! Það er semsagt 70 þúsund krónum ódýrara að kaupa sér einn ódýrasta Gibson kassagítarinn erlendis frá og láta flytja hann heim með www.shopusa.is heldur en að versla hann í Rín. Munurinn fer svo upp undir 500 þúsund. Það er aftur á móti einokun sem maður getur snúið á... en hvert leitar maður þegar brotið er á réttindum manns sem þátttakanda og hluta af samfélagsins sem maður býr í? Það var einhver nefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að einokun RÚV væri ólögleg en svoleiðis er bara þaggað, í samstarfi við hinn þögla einstakling og raddlausa þjóðfélag...
Af hverju gerist ekkert hérna? Af hverju kýs fólkið/fjöldinn/lýðræðið alltaf einhverjar gagnlausar málpípur sem gera ekkert annað en að elta sínar eigin hugljómanir og hugmyndir? Hvar er maður fólksins? Hvar er kona fólksins? Hvað verðum við lengi dregin á asnaeyrum um það að vöruverð lækkar í verslunum við það að vöruskatturinn verður lagður af?!?
Rokkarinn... hundleiður á samfélagi skítugra skóa og dyramottuhátta!!!
Lag dagsins er * með Pootie Tang
Annars bara gott... áttum góða helgi með Hlyni og ber hæst að nefna bragðlausu karrísósuna... en það er allt önnur saga.
Annars er ég enn hálf bitur yfir verðinu í bíó... það er reyndar rétt hjá Svabba að maður eigi nú bara að hætta þessu væli... en hvenær verður nóg nóg?!? Hversu lengi eigum við að láta þetta yfir okkur ganga?
Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að búa í samfélagi þar sem skoðun manns skiptir ekki neinu máli og maður er með öllu raddlaus þegar kemur að því að reyna bæta kjör og kosti manns. En þegar samfélagið kemst upp með það að traðka á manni á skítugum skóm þá verður maður undirlægja allt sitt líf.
Bensínverðið er eitt... Það sem er mest svekkjandi við það er að Ríkið er að taka rúmlega 60 kr. á hvern lítra og ég hef ekkert um það að segja hvernig þeir eyða þessum peningum. Dollarinn er 70 krónur en samt er dýrara að fara í bíó heldur en það var þegar dollarinn var um 100 krónur og kvikmyndahúsin 'urðu' að hækka til þess að þetta myndi svara kostnaði. Ég gerði smá verðkönnun fyrir kunningja minn á hljóðfæri um daginn og minnsti munur á nákvæmlega sama hljóðfæri var 70 þúsund krónur! Það er semsagt 70 þúsund krónum ódýrara að kaupa sér einn ódýrasta Gibson kassagítarinn erlendis frá og láta flytja hann heim með www.shopusa.is heldur en að versla hann í Rín. Munurinn fer svo upp undir 500 þúsund. Það er aftur á móti einokun sem maður getur snúið á... en hvert leitar maður þegar brotið er á réttindum manns sem þátttakanda og hluta af samfélagsins sem maður býr í? Það var einhver nefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að einokun RÚV væri ólögleg en svoleiðis er bara þaggað, í samstarfi við hinn þögla einstakling og raddlausa þjóðfélag...
Af hverju gerist ekkert hérna? Af hverju kýs fólkið/fjöldinn/lýðræðið alltaf einhverjar gagnlausar málpípur sem gera ekkert annað en að elta sínar eigin hugljómanir og hugmyndir? Hvar er maður fólksins? Hvar er kona fólksins? Hvað verðum við lengi dregin á asnaeyrum um það að vöruverð lækkar í verslunum við það að vöruskatturinn verður lagður af?!?
Rokkarinn... hundleiður á samfélagi skítugra skóa og dyramottuhátta!!!
Lag dagsins er * með Pootie Tang