<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 24, 2006

Skrekkur og snillingurinn Dwight... 

Eins skemmtileg og Skrekks-atriðin eru þá verð ég feginn þegar þau eru búin. Á morgun verður seinasti langi dagurinn í bili... það eru 2 skrekksatriði sem þarf að gera upp á milli og dómnefndin verður einvalalið. Þetta er ótrúlega flott hjá þeim og þau eru búin að leggja mikla vinnu í þetta þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta fer. Svo er ball á eftir.

Annars tókst mér að brávsa um daginn á Ebay (orðið langt síðan maður verslaði eitthvað :þ og að sjálfsögðu brávsaði ég í gegnum Totally Bizarre kategoríuna og það eru greinilega algjörir snillingar þarna inni á milli. Ég valdi þannig að maður gæti séð það dýrasta fyrst og einhver er að selja hugmynd að bíómynd og framhaldi, einn var að selja viðskiptahugmynd og hugmynd að einhverri vöru sem átti að tryggja kaupanda fleiri fleiri milljónir og svo kom gaurinn! Fyrir $12.000,- (c.a. 840.000) gat maður fengið 'hired assassin'! Hahaha... þessi gaur er algjör snillingur! Þetta boð er reyndar farið út núna en þetta var það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma! Það var hægt að borga honum bæði með Paypal og í reiðuféi! Svo kíkti ég á hann aftur og nú er þetta til sölu hjá honum. HAHAHAHA sjetturinn... maður á bara erfitt með andadrátt hérna! Fyrir þá sem nenna ekki að smella á linkinn þá er gaurinn að selja sál sína :þ Til þess að vera með greinargóða lýsingu á hlutnum sem hann er að selja (í þessu tilfelli sálina sína) þá segir hann: Don't want it, don't need it.

BWWWWAAAAAAAHAHAHAHAHA

Það besta samt við boðið hjá honum þegar hann var að auglýsa sig sem leigumorðingja voru greiðsluupplýsingarnar sem eru hér að neðan:

I accept PayPal, and cash only. Buyer will loose item if paypal payment is not received within 72 hours/cash 10 days if no contact is made. All non payers will receive neg feedback and ebay will be notified. Please contact me with any questions. Items will ship within 36hrs of payment. I will ship multiple items together. Checks must be made payable to Dwight Batteau! If you do not accept these terms please do not bid. Thanks for looking!

Til að toppa þetta allt þá setur hann nafnið sitt þarna... þvílíkur snillingur!

Lag dagsins er án nokkurs efa Asshole með Dennis Leary.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?